Framtíð útflutningsþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar