Höskuldur: Þetta var erfitt því hugurinn var kominn út Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 09:30 Eins og kom fram í morgun spáir Íþróttadeild 365 Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Það er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra, en Blikar áttu flotta leiktíð undir stjórn Arnars Grétarssonar og nældu í silfrið. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart miðað við gengið í vetur sem hefur ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Við tökum þessu bara sem góðu peppi en við viljum fara ofar þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, sóknarmaður Breiðabliks, í viðtali við Vísi um spána. „Ef ég tala af hreinskilni hef ég mjög mikla trú á liðinu. Í fyrra byrjuðum við á þremur jafntefli og þá var vægast sagt komin krísa því maður hélt að þetta jafnteflisdæmi væri að halda áfram.“ „En svo unnum við leik og þá tókum við sex í röð eða eitthvað. Þá small þetta allt saman. Við byrjuðum ekkert frábærlega í fyrra en mér finnst vera kominn spenna fyrir að komast út á gras og byrja mótið þannig ég er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu,“ segir Höskuldur.Smellur í sumar Blikar hafa átt í nokkrum vandræðum með að skora mörk á undirbúningstímabilinu. Hvað er í gangi þar? „Það er erfitt að segja. Bæði hefur þetta verið óheppni en svo kannski vantar aðeins gredduna til að drepa leiki. Um leið og við náum einum góðum leik þá opnast flóðgáttir og í hausnum verður þetta léttara,“ segir Höskuldur. „Seinni hluta sumars í fyrra vorum við að vinna leiki 1-0 en núna höfum við ekki alveg verið að halda jafnmikið hreinu en ég hef trú á því að þetta muni smella í sumar.“Hugurinn kominn út Höskuldur átti frábært tímabil í fyrra en þessi 21 árs gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og varð ein af stjörnum deildarinnar. Sænska liðið Hammarby sóttist eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki. „Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar,“ segir Höskuldur. „Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari.“ „Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Eins og kom fram í morgun spáir Íþróttadeild 365 Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Það er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra, en Blikar áttu flotta leiktíð undir stjórn Arnars Grétarssonar og nældu í silfrið. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart miðað við gengið í vetur sem hefur ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Við tökum þessu bara sem góðu peppi en við viljum fara ofar þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, sóknarmaður Breiðabliks, í viðtali við Vísi um spána. „Ef ég tala af hreinskilni hef ég mjög mikla trú á liðinu. Í fyrra byrjuðum við á þremur jafntefli og þá var vægast sagt komin krísa því maður hélt að þetta jafnteflisdæmi væri að halda áfram.“ „En svo unnum við leik og þá tókum við sex í röð eða eitthvað. Þá small þetta allt saman. Við byrjuðum ekkert frábærlega í fyrra en mér finnst vera kominn spenna fyrir að komast út á gras og byrja mótið þannig ég er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu,“ segir Höskuldur.Smellur í sumar Blikar hafa átt í nokkrum vandræðum með að skora mörk á undirbúningstímabilinu. Hvað er í gangi þar? „Það er erfitt að segja. Bæði hefur þetta verið óheppni en svo kannski vantar aðeins gredduna til að drepa leiki. Um leið og við náum einum góðum leik þá opnast flóðgáttir og í hausnum verður þetta léttara,“ segir Höskuldur. „Seinni hluta sumars í fyrra vorum við að vinna leiki 1-0 en núna höfum við ekki alveg verið að halda jafnmikið hreinu en ég hef trú á því að þetta muni smella í sumar.“Hugurinn kominn út Höskuldur átti frábært tímabil í fyrra en þessi 21 árs gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og varð ein af stjörnum deildarinnar. Sænska liðið Hammarby sóttist eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki. „Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar,“ segir Höskuldur. „Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari.“ „Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00