Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 27. apríl 2016 09:00 Breiðablik fékk silfrið í fyrra. vísir/andri marinó Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en það er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði í fyrra. Blikar áttu frábært tímabil í fyrra og lönduðu silfrinu sem kom skemmtilega á óvart. Blikar rifu sig upp eftir vonbrigði sumarið áður þar sem þeir gerðu mikið af jafnteflum og enduðu í sjöunda sæti. Blikar hafa einu sinni orðið Íslandsmeistarar en liðið fagnaði þeim stóra 2010 undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Arnar Grétarsson tók við uppeldisfélagi sínu fyrir síðasta tímabil og byrjaði heldur betur vel. Hann setti saman þétt og gott lið sem varðist frábærlega og tók silfrið á sinni fyrstu leiktíð sem þjálfari Breiðabliks. Leikmenn Breiðabliks töluðu mikið um áhrif Arnars; vinnusiðferði hans og skipulag, og skilaði það sér út á völlinn. Nú þarf Arnar, eftir að missa lykilmann, að passa sig að halda uppi sömu gæðum.graf/sæmundurFYRSTU FIMM Blikar eiga mátulega þægilega byrjun en fyrstu tveir leikirnir eru gegn nýliðum Ólsara á heimavelli og svo Fylki úti. Eftir það tekur við erfiður heimaleikur gegn Gary Martin og félögum í Víkingi sem er stóri sjónvarpsleikur þeirrar umferðar en svo er aftur leikur gegn nýliðum áður en Blikar taka á móti KR. Breiðablik á þrjá heimaleiki í fyrstu fimm umferðunum og tveir stærstu leikirnir eru einmitt heima.01. maí: Breiðablik – Víkingur Ó., Kópavogsvöllur08. maí: Fylkir – Breiðablik, Floridana-völlurinn13. maí: Breiðablik – Víkingur R., Kópavogsvöllur17. maí: Þróttur – Breiðablik, Þróttarvöllur22. maí: Breiðablik – KR, KópavogsvöllurGunnleifur Gunnleifsson, Oliver Sigurjónsson og Jonathan Glenn.vísir/pjetur/vilhelmÞRÍR SEM BREIÐABLIK TREYSTIR ÁGunnleifur Gunnleifsson: Markvörðurinn fertugi átti sitt besta tímabil á ferlinum í fyrra eftir slakt sumar þar áður. Gunnleifur fékk aðeins á sig þrettán mörk og hélt hreinu oftar en nokkur annar markvörður. Breiðablik skoraði minnst af efstu þremur liðunum og miðað við hvað Blikum hefur gengið illa að skora á undirbúningstímabilinu gæti verið mikilvægt að Gunnleifur sé í sama stuði og í fyrra þar sem vörn og markvarsla var lykilinn að árangri Blika.Oliver Sigurjónsson: Miðjumaðurinn hárprúði kom úr atvinnumennsku eftir að fara snemma út til að núllstilla sig og koma ferlinum aftur í gang. Það heppnaðist líka svona stórvel en Oliver var að öðrum ólöstuðum besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar í fyrra og lykilmaður í varnarleik Blikaliðsins. Væri ekki fyrir meiðsli í vetur væri hann líklega orðinn atvinnumaður og er alveg líklegt að hann yfirgefi Blika á miðju tímabili.Jonathan Glenn: Trínídadinn kom inn í Blikaliðið af miklum krafti í fyrra og skoraði átta mörk í níu leikjum. Honum, eins og fleirum í Blikaliðinu, hefur gengið illa að skora í vetur en hann er maðurinn sem á að skora fyrir Blika og verður að halda áfram að gera það ætli Blikar sér að jafna árangur síðasta sumars eða gera betur sem hlýtur að vera markmið allra liða.Kristinn Jónsson fór til Noregs.vísir/andri marinóMARKAÐURINNKomnir: Daniel Bamberg frá Svíþjóð Guðmundur Atli Steinþórsson frá HK Sergio Carrallo frá SpániFarnir: Kristinn Jónsson til Sarpsborg Guðjón Pétur Lýðsson í Val Olgeir Sigurgeirsson í Völsung Ernir Bjarnason í Vestra á láni Ósvald Jarl Traustason í Vestra á láni Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Fram á láni Arnór Gauti Ragnarsson í Selfoss á láni Blikar byrjuðu félagaskiptatímabilið á að missa tvo lykilmenn, þar á meðal besta mann liðsins; Kristinn Jónsson. Bakvörðurinn magnaði var ekki bara hluti af bestu varnarlínu deildarinnar í fyrra heldur var hann að mörgu leyti skæðasta sóknarvopn Blika og stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Guðjón Pétur Lýðsson yfirgaf Kópavoginn einnig og samdi við Val en þar fór lykilmaður á miðjunni með mikla spyrnugetu sem átti einnig stóran þátt í framgöngu Blika á síðustu leiktíð. Blikar hafa ekki styrkt sig mikið á móti. Guðmundur Atli Steinþórsson kom frá HK en hann hefur raðað inn mörkunum í 1. deildinni undanfarin ár. Guðmundur er þó aðallega fenginn til að styrkja hópinn enda menn á borð við Glenn og Ellert Hreinsson á undan honum. Guðmundur Atli mun þó væntanlega byrja fyrstu leikina vegna leikbanns Glenns. Brasilíski Svíinn Daniel Bamber er hálfgerður leynikarl og einhver mesti X-factor sem sögur fara af. Hann er ekki enn kominn með leikheimild og spilaði enga leiki á undirbúningsmótunum. Sögurnar af honum eru svakalegar en hann hefur heillað menn gríðarlega í Kópavoginum og staðið sig vel í æfingumleikjum. Ef Bamber er jafngóður og sögurnar er þetta leikmaður sem mun gera helling fyrir Breiðablik, en hann var síðast að gera góða hluti í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Blikarnir voru sérstaklega góðir á undirbúningstímabilinu í fyrra og komu þannig lagað fljúgandi inn í mótið. Þeir byrjuðu samt illa og gerðu þrjú jafntefli, en slæm byrjun varð Breiðabliki í raun að falli á síðustu leiktíð í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Ljóst er að liðið þarf að byrja betur en í fyrra ætli það sér að berjast um titilinn. Helstu áhyggjurnar eru sóknarleikur liðsins, en hann var á vissan hátt borinn upp af vinstri bakverði liðsins, Kristni Jónssyni, sem fór til Noregs í vetur. Gunnleifur Gunnleifsson átti ótrúlega leiktíð á síðasta ári en spurningin er hvort faðir tíminn bankar upp hjá honum.Arnar Grétarsson er á öðru tímabili með Blikana.vísir/ernirÞað sem við vitum um Breiðablik er... að liðið verður áfram mjög þétt og spila sterkan varnarleik á meðan Oliver nýtur við. Gunnleifur Gunnleifsson missir mögulega af leikjum vegna Evrópumótsins í júní sem er mikill missir. Liðið er með sterkan kjarna leikmanna og lítil leikmannavelta var á liðinu sem hjálpar alltaf til.Spurningamerkin eru... sóknarleikurinn en hann virðist vera stirðari en á síðustu leiktíð þar sem varnarleikurinn hélt liðinu lengi á floti. Markvarslan í júní verði Gunnleifur á EM er líka stórt spurningamerki en hvort varamenn hans eru klárir í Pepsi-deildina er alls óvíst. Blikar gætu átt í erfiðleikum að skora mörk.Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason voru flottir í hjarta varnarinnar í fyrra.vísir/andri marinóÍ BESTA FALLI: Verða leikmenn sem slógu í gegn í fyrra eins og Höskuldur Gunnlaugsson og Oliver Sigurjónsson betri og enn betra fyrir Blika væri ef þeir gætu beðið með að selja þá þar til næsta haust. Gunnleifur heldur áfram að ljúga um heimilisfang þegar faðir tími spyr um hann og varnarleikurinn verður jafn þéttur. Glenn raðar inn mörkum og Bamber verður jafngóður og sögurnar segja. Gangi þetta allt upp geta Blikar barist um titilinn eins og í fyrra.Í VERSTA FALLI: Dettur Arnar með liðið í hið fræga „second season syndrome“ og liðið fer jafnvel aftur í jafnteflisgírinn. Oliver og Höskuldur fara á miðju tímabili og ekki næst að finna jafngóða leikmenn til að leysa þá af. Gunnleifur nær ekki að halda uppi sömu gæðum frá síðasta tímabili eða liðið tapar stigum þegar hann fer á EM. Blikar eru meira en nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti en fari allt á versta veg verður ekkert Evrópuævintýri í Kópavoginum á næsta tímabili. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en það er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði í fyrra. Blikar áttu frábært tímabil í fyrra og lönduðu silfrinu sem kom skemmtilega á óvart. Blikar rifu sig upp eftir vonbrigði sumarið áður þar sem þeir gerðu mikið af jafnteflum og enduðu í sjöunda sæti. Blikar hafa einu sinni orðið Íslandsmeistarar en liðið fagnaði þeim stóra 2010 undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Arnar Grétarsson tók við uppeldisfélagi sínu fyrir síðasta tímabil og byrjaði heldur betur vel. Hann setti saman þétt og gott lið sem varðist frábærlega og tók silfrið á sinni fyrstu leiktíð sem þjálfari Breiðabliks. Leikmenn Breiðabliks töluðu mikið um áhrif Arnars; vinnusiðferði hans og skipulag, og skilaði það sér út á völlinn. Nú þarf Arnar, eftir að missa lykilmann, að passa sig að halda uppi sömu gæðum.graf/sæmundurFYRSTU FIMM Blikar eiga mátulega þægilega byrjun en fyrstu tveir leikirnir eru gegn nýliðum Ólsara á heimavelli og svo Fylki úti. Eftir það tekur við erfiður heimaleikur gegn Gary Martin og félögum í Víkingi sem er stóri sjónvarpsleikur þeirrar umferðar en svo er aftur leikur gegn nýliðum áður en Blikar taka á móti KR. Breiðablik á þrjá heimaleiki í fyrstu fimm umferðunum og tveir stærstu leikirnir eru einmitt heima.01. maí: Breiðablik – Víkingur Ó., Kópavogsvöllur08. maí: Fylkir – Breiðablik, Floridana-völlurinn13. maí: Breiðablik – Víkingur R., Kópavogsvöllur17. maí: Þróttur – Breiðablik, Þróttarvöllur22. maí: Breiðablik – KR, KópavogsvöllurGunnleifur Gunnleifsson, Oliver Sigurjónsson og Jonathan Glenn.vísir/pjetur/vilhelmÞRÍR SEM BREIÐABLIK TREYSTIR ÁGunnleifur Gunnleifsson: Markvörðurinn fertugi átti sitt besta tímabil á ferlinum í fyrra eftir slakt sumar þar áður. Gunnleifur fékk aðeins á sig þrettán mörk og hélt hreinu oftar en nokkur annar markvörður. Breiðablik skoraði minnst af efstu þremur liðunum og miðað við hvað Blikum hefur gengið illa að skora á undirbúningstímabilinu gæti verið mikilvægt að Gunnleifur sé í sama stuði og í fyrra þar sem vörn og markvarsla var lykilinn að árangri Blika.Oliver Sigurjónsson: Miðjumaðurinn hárprúði kom úr atvinnumennsku eftir að fara snemma út til að núllstilla sig og koma ferlinum aftur í gang. Það heppnaðist líka svona stórvel en Oliver var að öðrum ólöstuðum besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar í fyrra og lykilmaður í varnarleik Blikaliðsins. Væri ekki fyrir meiðsli í vetur væri hann líklega orðinn atvinnumaður og er alveg líklegt að hann yfirgefi Blika á miðju tímabili.Jonathan Glenn: Trínídadinn kom inn í Blikaliðið af miklum krafti í fyrra og skoraði átta mörk í níu leikjum. Honum, eins og fleirum í Blikaliðinu, hefur gengið illa að skora í vetur en hann er maðurinn sem á að skora fyrir Blika og verður að halda áfram að gera það ætli Blikar sér að jafna árangur síðasta sumars eða gera betur sem hlýtur að vera markmið allra liða.Kristinn Jónsson fór til Noregs.vísir/andri marinóMARKAÐURINNKomnir: Daniel Bamberg frá Svíþjóð Guðmundur Atli Steinþórsson frá HK Sergio Carrallo frá SpániFarnir: Kristinn Jónsson til Sarpsborg Guðjón Pétur Lýðsson í Val Olgeir Sigurgeirsson í Völsung Ernir Bjarnason í Vestra á láni Ósvald Jarl Traustason í Vestra á láni Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Fram á láni Arnór Gauti Ragnarsson í Selfoss á láni Blikar byrjuðu félagaskiptatímabilið á að missa tvo lykilmenn, þar á meðal besta mann liðsins; Kristinn Jónsson. Bakvörðurinn magnaði var ekki bara hluti af bestu varnarlínu deildarinnar í fyrra heldur var hann að mörgu leyti skæðasta sóknarvopn Blika og stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Guðjón Pétur Lýðsson yfirgaf Kópavoginn einnig og samdi við Val en þar fór lykilmaður á miðjunni með mikla spyrnugetu sem átti einnig stóran þátt í framgöngu Blika á síðustu leiktíð. Blikar hafa ekki styrkt sig mikið á móti. Guðmundur Atli Steinþórsson kom frá HK en hann hefur raðað inn mörkunum í 1. deildinni undanfarin ár. Guðmundur er þó aðallega fenginn til að styrkja hópinn enda menn á borð við Glenn og Ellert Hreinsson á undan honum. Guðmundur Atli mun þó væntanlega byrja fyrstu leikina vegna leikbanns Glenns. Brasilíski Svíinn Daniel Bamber er hálfgerður leynikarl og einhver mesti X-factor sem sögur fara af. Hann er ekki enn kominn með leikheimild og spilaði enga leiki á undirbúningsmótunum. Sögurnar af honum eru svakalegar en hann hefur heillað menn gríðarlega í Kópavoginum og staðið sig vel í æfingumleikjum. Ef Bamber er jafngóður og sögurnar er þetta leikmaður sem mun gera helling fyrir Breiðablik, en hann var síðast að gera góða hluti í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Blikarnir voru sérstaklega góðir á undirbúningstímabilinu í fyrra og komu þannig lagað fljúgandi inn í mótið. Þeir byrjuðu samt illa og gerðu þrjú jafntefli, en slæm byrjun varð Breiðabliki í raun að falli á síðustu leiktíð í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Ljóst er að liðið þarf að byrja betur en í fyrra ætli það sér að berjast um titilinn. Helstu áhyggjurnar eru sóknarleikur liðsins, en hann var á vissan hátt borinn upp af vinstri bakverði liðsins, Kristni Jónssyni, sem fór til Noregs í vetur. Gunnleifur Gunnleifsson átti ótrúlega leiktíð á síðasta ári en spurningin er hvort faðir tíminn bankar upp hjá honum.Arnar Grétarsson er á öðru tímabili með Blikana.vísir/ernirÞað sem við vitum um Breiðablik er... að liðið verður áfram mjög þétt og spila sterkan varnarleik á meðan Oliver nýtur við. Gunnleifur Gunnleifsson missir mögulega af leikjum vegna Evrópumótsins í júní sem er mikill missir. Liðið er með sterkan kjarna leikmanna og lítil leikmannavelta var á liðinu sem hjálpar alltaf til.Spurningamerkin eru... sóknarleikurinn en hann virðist vera stirðari en á síðustu leiktíð þar sem varnarleikurinn hélt liðinu lengi á floti. Markvarslan í júní verði Gunnleifur á EM er líka stórt spurningamerki en hvort varamenn hans eru klárir í Pepsi-deildina er alls óvíst. Blikar gætu átt í erfiðleikum að skora mörk.Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason voru flottir í hjarta varnarinnar í fyrra.vísir/andri marinóÍ BESTA FALLI: Verða leikmenn sem slógu í gegn í fyrra eins og Höskuldur Gunnlaugsson og Oliver Sigurjónsson betri og enn betra fyrir Blika væri ef þeir gætu beðið með að selja þá þar til næsta haust. Gunnleifur heldur áfram að ljúga um heimilisfang þegar faðir tími spyr um hann og varnarleikurinn verður jafn þéttur. Glenn raðar inn mörkum og Bamber verður jafngóður og sögurnar segja. Gangi þetta allt upp geta Blikar barist um titilinn eins og í fyrra.Í VERSTA FALLI: Dettur Arnar með liðið í hið fræga „second season syndrome“ og liðið fer jafnvel aftur í jafnteflisgírinn. Oliver og Höskuldur fara á miðju tímabili og ekki næst að finna jafngóða leikmenn til að leysa þá af. Gunnleifur nær ekki að halda uppi sömu gæðum frá síðasta tímabili eða liðið tapar stigum þegar hann fer á EM. Blikar eru meira en nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti en fari allt á versta veg verður ekkert Evrópuævintýri í Kópavoginum á næsta tímabili.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira