Tónn fyrir tragedíu Ívar Halldórsson skrifar 27. apríl 2016 15:53 Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun