Flugvél Icelandair heil eftir að hafa verið lostin eldingu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2016 11:18 Hér má sjá augnablikið þegar eldingin lenti í vélinni. Vísir/Skjáskot „Það var greinilega mjög þungt yfir þarna, mikið um eldingar og jafnframt flugvélar að fljúga. Mér skilst að það hafi farið eldingar í að minnsta kosti þrjár flugvélar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugvél Icelandair sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvöll í London í gærkvöldi varð lostin eldingu. Atvikið gerðist um hálfníu leytið í gær. „Þetta er bara þannig að eldingin kemur í vélina og fer út aftur. Vélin er gerð þannig að hún geti tekið við eldingum án hættu fyrir farþega og svo eftir að henni er lent fer hún í skoðun. Í þessu tilviki þá reyndist hún í fullkomnu lagi og hún hélt áfram til Íslands.“ Guðjón segir þetta koma fyrir annað slagið þó að þetta sé afar sjaldgæft hér á landi. Farþegar lýsa slíkri upplifun vanalega með sama hætti: það kemur hár hvellur og ljós glampi. En að öðru leyti ætti það ekki að valda óþægindum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.The Evening Standard ræddi við farþega vélarinnar sem sagðist hafa séð greinilega að flogið væri inn í storm. „Ég náði ekki mynd af því þegar eldinguna laust í vélina en það gerðist skyndilega, það var hávaði, mjög mikil skyndileg birta og alveg skýrt hvað þarna var á ferðinni. Ég held að öllum farþegum hafi brugðið of mikið til þess að bregðast við á nóinu en þegar við lentum voru allir að tala um þetta,“ sagði farþeginn Catherine Mayer. Crap pic as I've no telephoto/knowledge to shoot lightning, but here's a strike hitting a plane! #London pic.twitter.com/2dTH1x3YCo— 3.1 (@version3point1) April 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Það var greinilega mjög þungt yfir þarna, mikið um eldingar og jafnframt flugvélar að fljúga. Mér skilst að það hafi farið eldingar í að minnsta kosti þrjár flugvélar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugvél Icelandair sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvöll í London í gærkvöldi varð lostin eldingu. Atvikið gerðist um hálfníu leytið í gær. „Þetta er bara þannig að eldingin kemur í vélina og fer út aftur. Vélin er gerð þannig að hún geti tekið við eldingum án hættu fyrir farþega og svo eftir að henni er lent fer hún í skoðun. Í þessu tilviki þá reyndist hún í fullkomnu lagi og hún hélt áfram til Íslands.“ Guðjón segir þetta koma fyrir annað slagið þó að þetta sé afar sjaldgæft hér á landi. Farþegar lýsa slíkri upplifun vanalega með sama hætti: það kemur hár hvellur og ljós glampi. En að öðru leyti ætti það ekki að valda óþægindum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.The Evening Standard ræddi við farþega vélarinnar sem sagðist hafa séð greinilega að flogið væri inn í storm. „Ég náði ekki mynd af því þegar eldinguna laust í vélina en það gerðist skyndilega, það var hávaði, mjög mikil skyndileg birta og alveg skýrt hvað þarna var á ferðinni. Ég held að öllum farþegum hafi brugðið of mikið til þess að bregðast við á nóinu en þegar við lentum voru allir að tala um þetta,“ sagði farþeginn Catherine Mayer. Crap pic as I've no telephoto/knowledge to shoot lightning, but here's a strike hitting a plane! #London pic.twitter.com/2dTH1x3YCo— 3.1 (@version3point1) April 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira