Innlent

Flugvél WOW air til London snúið við

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
WOW vél á flugvelli.
WOW vél á flugvelli. Vísir/Vilhelm
Villumelding kom upp í flugvél WOW air á leið frá Keflavík til Gatwick-flugvallar í London í morgun. Var vélinni snúið við af þeim sökum. Hún hafði þá verið í loftinu í um hálftíma að því er farþegi í vélinni sagði við RÚV.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, segir að um algjöra minniháttar bilun hafi verið að ræða. Villumelding hafi komið upp og því var vélinni snúið við.

Verið sé að fara yfir vélina sem muni fljúga utan í eftirmiðdaginn. Farþegar muni fá mat og drykk á meðan á bið þeirra stendur. Vélin var þéttbókuð líkt að sögn Svanhvítar.

„Góðu fréttirnar eru þær að þær farþegar sem eru í London munu fljúga á réttum tíma til Íslands þar sem við erum með vél úti,“ segir Svanhvít.

Á sunnudagskvöldið þurfti að fresta flugi WOW air frá Varsjá í Póllandi eftir að fugl flaug inn í hreyfil vélarinnar. Þurftu farþegar að dvelja auka nótt í Póllandi af þeim sökum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×