Hakkaður nokkrum mínútum fyrir nýliðavalið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2016 10:45 Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty NFL Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sjá meira
Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty
NFL Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sjá meira