Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 11:03 David Cameron Vísir/EPA Móðir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gaf honum 200 þúsund pund að gjöf, um 34 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir að faðir hans dó. Cameron hefur opinberað skattframtöl sín frá árunum 2009 til 2015 til að sýna fram á að hann sveik ekki undan skatti eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns heitins, Ian Cameron. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að móðir hans lagði tvívegis inn á hann 100 þúsund pund ári eftir að hann erfði 300 þúsund pund frá föður sínum árið 2010. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir mörgum spurningum ósvarað eftir að Cameron opinberaði bókhald sitt. Segir Corbyn að mögulega sé tilefni til að skoða reglur um erfðaskatt í því samhengi en Corbyn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli að opinbera skattframtöl sín fljótlega. David Cameron segist hafa opinberað skattframtöl sín til að sýna og sanna að hann hafi ekkert að fela. Lekinn á Panama-gögnunum leiddi í ljós að faðir hans átti aflandsfélagið Blairmore Holdings í skattaskjóli en það var lögmannsstofan alræmda, Mossack Fonseca, sem kom því á laggirnar fyrir hann. David Cameron viðurkenndi síðar að hafa átt hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Söru Cameron, sem þau síðar seldu með hagnaði. Við skoðun á skattframtölum Camerons kemur í ljós að hann og eiginkona hans högnuðust um 19 þúsund pund vegna sölunnar en af því gaf Cameron upp til skatts 9.500 pund. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Móðir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gaf honum 200 þúsund pund að gjöf, um 34 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir að faðir hans dó. Cameron hefur opinberað skattframtöl sín frá árunum 2009 til 2015 til að sýna fram á að hann sveik ekki undan skatti eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns heitins, Ian Cameron. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að móðir hans lagði tvívegis inn á hann 100 þúsund pund ári eftir að hann erfði 300 þúsund pund frá föður sínum árið 2010. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir mörgum spurningum ósvarað eftir að Cameron opinberaði bókhald sitt. Segir Corbyn að mögulega sé tilefni til að skoða reglur um erfðaskatt í því samhengi en Corbyn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli að opinbera skattframtöl sín fljótlega. David Cameron segist hafa opinberað skattframtöl sín til að sýna og sanna að hann hafi ekkert að fela. Lekinn á Panama-gögnunum leiddi í ljós að faðir hans átti aflandsfélagið Blairmore Holdings í skattaskjóli en það var lögmannsstofan alræmda, Mossack Fonseca, sem kom því á laggirnar fyrir hann. David Cameron viðurkenndi síðar að hafa átt hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Söru Cameron, sem þau síðar seldu með hagnaði. Við skoðun á skattframtölum Camerons kemur í ljós að hann og eiginkona hans högnuðust um 19 þúsund pund vegna sölunnar en af því gaf Cameron upp til skatts 9.500 pund.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15