Nýliði að nafni Story heldur betur að skrifa söguna í hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 21:30 Trevor Story. Vísir/Getty Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum. Aðrar íþróttir Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira