Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2016 09:45 Conor og Carvalho. vísir/getty & facebook Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho. MMA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho.
MMA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira