Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið sitt ekki ætla að spila upp á markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti Borussia Dortmund í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Divock Origi kom Liverpool í 1-0 í 1-1 jafnteflinu í fyrri leiknum út í Þýskalandi og því nægir markalaust jafntefli Liverpool til að komast í undanúrslitin.
Seinni leikurinn fer fram í kvöld á Anfield í Liverpool og hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
„Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrri leiknum í síðustu viku og sömu sögu má segja af Dortmund. Þeir eru samt búnir að eiga frábært tímabil. Það er ekki nóg að verjast bara á móti Dortmund því það verður að vera jafnvægi á milli sóknar og varnar," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn.
„Við verðum að gleyma leiknum í síðustu viku og koma inn í þennan leik með annað hugarfar. Það verður svo sannarlega enginn hvítur fáni á lofti hjá okkur," sagði Klopp.
„Ég held að það sé engin sérstök pressa á okkur í þessum leik. Við fáum nú frábært tækifæri til að komast í undanúrslit og að vinna titil sem gerist ekki á hverjum degi," sagði Klopp.
„Síðustu vikur hafa gefið okkur aukið sjálftraust. Það var aðeins í seinni hálfleiknum á móti Southampton (fengu á sig þrjú mörk og töpuðu 3-2) sem liðið tók skref í ranga átt," sagði Klopp.
„Við erum tilbúnari í þetta en við vorum fyrir nokkrum mánuðum. Við erum að vaxa sem hópur, það er meiri trú og engin er í vafa um það sem við ætlum að gera inn á vellinum," sagði Klopp.
„Það skiptir samt engu máli hvað ég segi hér því það hefur engin áhrif á útkomuna í leiknum," sagði Klopp.
Klopp: Síðustu vikur hafa gefið okkur mikið sjálfstraust
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn
