Hlín og Kalli Bjarni í ghetto fíling Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. apríl 2016 11:15 Steindi Jr. umsjónarmaður Ghetto betur Vísir/Stefán „Þetta er spurningaþáttur sem ég og Ólafur Thors vinur minn erum búnir að vera að semja. Við höfðum verið að hittast og semja spurningar saman upp á gamanið og ég prófaði í framhaldinu að hafa dagskrárlið á FM95BLÖ sem hét Ghetto betur og við uppgötvuðum í kjölfarið að þetta gæti verið mjög gott sjónvarp og höfðum samband við Lúðvík Pál Lúðvíksson, þá fóru hlutirnir að gerast,“ útskýrir Steindi. Dómnefnd þáttarins hefur vakið mikla athygli. „Ég fór að hugsa hver gæti verið dómari og stigavörður. Að sjálfsögðu kom enginn annar til greina en Hlín Einars sem dómari og Kalli Bjarni sem stigavörður,“ svarar Steindi spurður út í tilkomu dómnefndarinnar. En hvað um keppendurna? „Það verða þarna þjóðþekktir gestir sem munu keppa fyrir sitt bæjarfélag svipað og í Útsvari, en samt ekki. Liðin verða ekki föst í stúdíói, þetta er ekki hefðbundinn spurningaþáttur að því leyti. Það verða tveir ólíkir fulltrúar úr hverju bæjarfélagi og það mun reyna á samvinnuna. Ég mun fara út með liðin og láta þau leysa þrautir eins og t.d. að reyna að komast upp með að stela úr matvörubúð og fela lík. Svo mun ég heimsækja öll bæjarfélögin og skoða svolítið nýja hlið á þeim, sjá hvað er að gerast þar í raun og veru.“ „Það verður mikil stemming og læti í þættinum, María mun sjá um tónlistina. Hún er mikill rappaðdáandi og því kom aldrei neinn annar til greina í það hlutverk. Tónlistarmenn sem munu vera mjög mikið spilaðir þarna eru Onyx, DMX og Ol‘ Dirty Bastard. Ég sé fyrir mér að fólk skelli ódýrri kótelettu á grillið og sé í miklum fíling. Að fjölskyldan geti fengið sér snakk eins og lauk með köd og grill-kryddi fyrir framan skjáinn.“ Steindi vill ekki gefa meira upp því að hann segist ekki vera „skvíler“.Kalli Bjarni og Hlín Einars, dómarar Ghetto betur, í essinu sínuMynd/Arnþór BirkissonDómnefnd þáttarins skipa þau Hlín Einarsdóttir fjölmiðlakona, Kalli Bjarni, söngvari og Idol-stjarna, og María Guðmundsdóttir, Dj. Fréttablaðið ákvað að heyra í teyminu bak við þáttinn og reyna að fá nánari útskýringar á því hvert hlutverk þeirra verður í Ghetto betur. „Ég er stigavörður, ég veit ekki alveg hvað það þýðir en ég held bara að það sé teygjanlegt hugtak, hann er teygjanlegur í sinni sköpun hann Steindi,“ segir Kalli Bjarni um hlutverk sitt í Ghetto betur. „Ég verð þarna í bakgrunninum í ghetto fíling.“ „Ég er dómari, svona eins og í Gettu betur, og ef að það er eitthvert vafamál þá er leitað til mín. Þetta verða ég og Kalli Bjarni, thug life!“ útskýrir Hlín Einarsdóttir hlæjandi aðspurð út í aðkomu sína að þættinum. „Steindi kom bara til mín og bað mig að taka þátt í þessu og ég sagði auðvitað já. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og ég hef mikinn húmor fyrir þessu.“ „Ég veit nú bara mest lítið um þáttinn, annað en að ég á að vera einhver diskótekari, ég veit ekki einu sinni hvað þeir gera. Steindi hringdi í mig og bað mig að vera með, það er ekki annað hægt en að segja já við þennan öðling,“ segir María Guðmundsdóttir, Dj þáttarins. Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
„Þetta er spurningaþáttur sem ég og Ólafur Thors vinur minn erum búnir að vera að semja. Við höfðum verið að hittast og semja spurningar saman upp á gamanið og ég prófaði í framhaldinu að hafa dagskrárlið á FM95BLÖ sem hét Ghetto betur og við uppgötvuðum í kjölfarið að þetta gæti verið mjög gott sjónvarp og höfðum samband við Lúðvík Pál Lúðvíksson, þá fóru hlutirnir að gerast,“ útskýrir Steindi. Dómnefnd þáttarins hefur vakið mikla athygli. „Ég fór að hugsa hver gæti verið dómari og stigavörður. Að sjálfsögðu kom enginn annar til greina en Hlín Einars sem dómari og Kalli Bjarni sem stigavörður,“ svarar Steindi spurður út í tilkomu dómnefndarinnar. En hvað um keppendurna? „Það verða þarna þjóðþekktir gestir sem munu keppa fyrir sitt bæjarfélag svipað og í Útsvari, en samt ekki. Liðin verða ekki föst í stúdíói, þetta er ekki hefðbundinn spurningaþáttur að því leyti. Það verða tveir ólíkir fulltrúar úr hverju bæjarfélagi og það mun reyna á samvinnuna. Ég mun fara út með liðin og láta þau leysa þrautir eins og t.d. að reyna að komast upp með að stela úr matvörubúð og fela lík. Svo mun ég heimsækja öll bæjarfélögin og skoða svolítið nýja hlið á þeim, sjá hvað er að gerast þar í raun og veru.“ „Það verður mikil stemming og læti í þættinum, María mun sjá um tónlistina. Hún er mikill rappaðdáandi og því kom aldrei neinn annar til greina í það hlutverk. Tónlistarmenn sem munu vera mjög mikið spilaðir þarna eru Onyx, DMX og Ol‘ Dirty Bastard. Ég sé fyrir mér að fólk skelli ódýrri kótelettu á grillið og sé í miklum fíling. Að fjölskyldan geti fengið sér snakk eins og lauk með köd og grill-kryddi fyrir framan skjáinn.“ Steindi vill ekki gefa meira upp því að hann segist ekki vera „skvíler“.Kalli Bjarni og Hlín Einars, dómarar Ghetto betur, í essinu sínuMynd/Arnþór BirkissonDómnefnd þáttarins skipa þau Hlín Einarsdóttir fjölmiðlakona, Kalli Bjarni, söngvari og Idol-stjarna, og María Guðmundsdóttir, Dj. Fréttablaðið ákvað að heyra í teyminu bak við þáttinn og reyna að fá nánari útskýringar á því hvert hlutverk þeirra verður í Ghetto betur. „Ég er stigavörður, ég veit ekki alveg hvað það þýðir en ég held bara að það sé teygjanlegt hugtak, hann er teygjanlegur í sinni sköpun hann Steindi,“ segir Kalli Bjarni um hlutverk sitt í Ghetto betur. „Ég verð þarna í bakgrunninum í ghetto fíling.“ „Ég er dómari, svona eins og í Gettu betur, og ef að það er eitthvert vafamál þá er leitað til mín. Þetta verða ég og Kalli Bjarni, thug life!“ útskýrir Hlín Einarsdóttir hlæjandi aðspurð út í aðkomu sína að þættinum. „Steindi kom bara til mín og bað mig að taka þátt í þessu og ég sagði auðvitað já. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og ég hef mikinn húmor fyrir þessu.“ „Ég veit nú bara mest lítið um þáttinn, annað en að ég á að vera einhver diskótekari, ég veit ekki einu sinni hvað þeir gera. Steindi hringdi í mig og bað mig að vera með, það er ekki annað hægt en að segja já við þennan öðling,“ segir María Guðmundsdóttir, Dj þáttarins.
Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15