Hlín og Kalli Bjarni í ghetto fíling Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. apríl 2016 11:15 Steindi Jr. umsjónarmaður Ghetto betur Vísir/Stefán „Þetta er spurningaþáttur sem ég og Ólafur Thors vinur minn erum búnir að vera að semja. Við höfðum verið að hittast og semja spurningar saman upp á gamanið og ég prófaði í framhaldinu að hafa dagskrárlið á FM95BLÖ sem hét Ghetto betur og við uppgötvuðum í kjölfarið að þetta gæti verið mjög gott sjónvarp og höfðum samband við Lúðvík Pál Lúðvíksson, þá fóru hlutirnir að gerast,“ útskýrir Steindi. Dómnefnd þáttarins hefur vakið mikla athygli. „Ég fór að hugsa hver gæti verið dómari og stigavörður. Að sjálfsögðu kom enginn annar til greina en Hlín Einars sem dómari og Kalli Bjarni sem stigavörður,“ svarar Steindi spurður út í tilkomu dómnefndarinnar. En hvað um keppendurna? „Það verða þarna þjóðþekktir gestir sem munu keppa fyrir sitt bæjarfélag svipað og í Útsvari, en samt ekki. Liðin verða ekki föst í stúdíói, þetta er ekki hefðbundinn spurningaþáttur að því leyti. Það verða tveir ólíkir fulltrúar úr hverju bæjarfélagi og það mun reyna á samvinnuna. Ég mun fara út með liðin og láta þau leysa þrautir eins og t.d. að reyna að komast upp með að stela úr matvörubúð og fela lík. Svo mun ég heimsækja öll bæjarfélögin og skoða svolítið nýja hlið á þeim, sjá hvað er að gerast þar í raun og veru.“ „Það verður mikil stemming og læti í þættinum, María mun sjá um tónlistina. Hún er mikill rappaðdáandi og því kom aldrei neinn annar til greina í það hlutverk. Tónlistarmenn sem munu vera mjög mikið spilaðir þarna eru Onyx, DMX og Ol‘ Dirty Bastard. Ég sé fyrir mér að fólk skelli ódýrri kótelettu á grillið og sé í miklum fíling. Að fjölskyldan geti fengið sér snakk eins og lauk með köd og grill-kryddi fyrir framan skjáinn.“ Steindi vill ekki gefa meira upp því að hann segist ekki vera „skvíler“.Kalli Bjarni og Hlín Einars, dómarar Ghetto betur, í essinu sínuMynd/Arnþór BirkissonDómnefnd þáttarins skipa þau Hlín Einarsdóttir fjölmiðlakona, Kalli Bjarni, söngvari og Idol-stjarna, og María Guðmundsdóttir, Dj. Fréttablaðið ákvað að heyra í teyminu bak við þáttinn og reyna að fá nánari útskýringar á því hvert hlutverk þeirra verður í Ghetto betur. „Ég er stigavörður, ég veit ekki alveg hvað það þýðir en ég held bara að það sé teygjanlegt hugtak, hann er teygjanlegur í sinni sköpun hann Steindi,“ segir Kalli Bjarni um hlutverk sitt í Ghetto betur. „Ég verð þarna í bakgrunninum í ghetto fíling.“ „Ég er dómari, svona eins og í Gettu betur, og ef að það er eitthvert vafamál þá er leitað til mín. Þetta verða ég og Kalli Bjarni, thug life!“ útskýrir Hlín Einarsdóttir hlæjandi aðspurð út í aðkomu sína að þættinum. „Steindi kom bara til mín og bað mig að taka þátt í þessu og ég sagði auðvitað já. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og ég hef mikinn húmor fyrir þessu.“ „Ég veit nú bara mest lítið um þáttinn, annað en að ég á að vera einhver diskótekari, ég veit ekki einu sinni hvað þeir gera. Steindi hringdi í mig og bað mig að vera með, það er ekki annað hægt en að segja já við þennan öðling,“ segir María Guðmundsdóttir, Dj þáttarins. Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
„Þetta er spurningaþáttur sem ég og Ólafur Thors vinur minn erum búnir að vera að semja. Við höfðum verið að hittast og semja spurningar saman upp á gamanið og ég prófaði í framhaldinu að hafa dagskrárlið á FM95BLÖ sem hét Ghetto betur og við uppgötvuðum í kjölfarið að þetta gæti verið mjög gott sjónvarp og höfðum samband við Lúðvík Pál Lúðvíksson, þá fóru hlutirnir að gerast,“ útskýrir Steindi. Dómnefnd þáttarins hefur vakið mikla athygli. „Ég fór að hugsa hver gæti verið dómari og stigavörður. Að sjálfsögðu kom enginn annar til greina en Hlín Einars sem dómari og Kalli Bjarni sem stigavörður,“ svarar Steindi spurður út í tilkomu dómnefndarinnar. En hvað um keppendurna? „Það verða þarna þjóðþekktir gestir sem munu keppa fyrir sitt bæjarfélag svipað og í Útsvari, en samt ekki. Liðin verða ekki föst í stúdíói, þetta er ekki hefðbundinn spurningaþáttur að því leyti. Það verða tveir ólíkir fulltrúar úr hverju bæjarfélagi og það mun reyna á samvinnuna. Ég mun fara út með liðin og láta þau leysa þrautir eins og t.d. að reyna að komast upp með að stela úr matvörubúð og fela lík. Svo mun ég heimsækja öll bæjarfélögin og skoða svolítið nýja hlið á þeim, sjá hvað er að gerast þar í raun og veru.“ „Það verður mikil stemming og læti í þættinum, María mun sjá um tónlistina. Hún er mikill rappaðdáandi og því kom aldrei neinn annar til greina í það hlutverk. Tónlistarmenn sem munu vera mjög mikið spilaðir þarna eru Onyx, DMX og Ol‘ Dirty Bastard. Ég sé fyrir mér að fólk skelli ódýrri kótelettu á grillið og sé í miklum fíling. Að fjölskyldan geti fengið sér snakk eins og lauk með köd og grill-kryddi fyrir framan skjáinn.“ Steindi vill ekki gefa meira upp því að hann segist ekki vera „skvíler“.Kalli Bjarni og Hlín Einars, dómarar Ghetto betur, í essinu sínuMynd/Arnþór BirkissonDómnefnd þáttarins skipa þau Hlín Einarsdóttir fjölmiðlakona, Kalli Bjarni, söngvari og Idol-stjarna, og María Guðmundsdóttir, Dj. Fréttablaðið ákvað að heyra í teyminu bak við þáttinn og reyna að fá nánari útskýringar á því hvert hlutverk þeirra verður í Ghetto betur. „Ég er stigavörður, ég veit ekki alveg hvað það þýðir en ég held bara að það sé teygjanlegt hugtak, hann er teygjanlegur í sinni sköpun hann Steindi,“ segir Kalli Bjarni um hlutverk sitt í Ghetto betur. „Ég verð þarna í bakgrunninum í ghetto fíling.“ „Ég er dómari, svona eins og í Gettu betur, og ef að það er eitthvert vafamál þá er leitað til mín. Þetta verða ég og Kalli Bjarni, thug life!“ útskýrir Hlín Einarsdóttir hlæjandi aðspurð út í aðkomu sína að þættinum. „Steindi kom bara til mín og bað mig að taka þátt í þessu og ég sagði auðvitað já. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og ég hef mikinn húmor fyrir þessu.“ „Ég veit nú bara mest lítið um þáttinn, annað en að ég á að vera einhver diskótekari, ég veit ekki einu sinni hvað þeir gera. Steindi hringdi í mig og bað mig að vera með, það er ekki annað hægt en að segja já við þennan öðling,“ segir María Guðmundsdóttir, Dj þáttarins.
Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15