Trúin flytur fjöll Snærós Sindradóttir skrifar 15. apríl 2016 07:00 Sem blaðamaður detta mér stundum í hug viðtalsspurningar til að spyrja sjálfa mig. Það hljómar kannski rosalega sjálfhverft en mér hefur reynst það góð æfing í að þekkja sjálfa mig í að svara mínum miserfiðu spurningum með það í huga að heimurinn sé að hlusta. Þegar ég fæ það tækifæri að ráðleggja öðrum um framkomu í fjölmiðlum legg ég líka áherslu á að fólk hafi svör á reiðum höndum. Forsetaframbjóðendur þurfa til dæmis að vera búnir að gera upp við sig hvað þeir hefðu gert þegar Sigmundur Davíð þáverandi forsætisráðherra stormaði á Bessastaði og bað um meinta undirritun á meint þingrofsskjal. Ég veit hvað ég hefði gert, en látum það liggja á milli hluta. Í gærmorgun, á meðan ég blandaði mér bleikan sjeik, reyndi ég að móta með mér svar við spurningunni á hvað ég trúi. Ég hef ekki trúað á tilvist guðs síðan löngu fyrir fermingu en í mínum huga er fráleitt að halda því fram að lífið og heimurinn sé fátt annað en efnasambönd, atóm og nanó-hitt og þetta. Niðurstaðan var að ég trúi í orðsins fyllstu að trúin flytji fjöll. Þannig held ég að meðgöngur og fæðingar gangi verr ef viðhorfið til þeirra er ótti og svartsýni. Sambönd gangi verr ef vantrausti er leyft að grassera. Enginn fái stöðuhækkun sem finnst hann ekki eiga hana skilið. Útlitið verði slappt og grámóskulegt ef tímanum fyrir framan spegilinn er varið í niðurrif. Ég trúi því að bros geti sigrað krankleika. Von um að allt fari vel tryggi velgengi. Ákvörðunin um að vera hamingjusamur sé eini lykillinn að hamingjunni. Með því viðhorfi má sigra heiminn og gott betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Sem blaðamaður detta mér stundum í hug viðtalsspurningar til að spyrja sjálfa mig. Það hljómar kannski rosalega sjálfhverft en mér hefur reynst það góð æfing í að þekkja sjálfa mig í að svara mínum miserfiðu spurningum með það í huga að heimurinn sé að hlusta. Þegar ég fæ það tækifæri að ráðleggja öðrum um framkomu í fjölmiðlum legg ég líka áherslu á að fólk hafi svör á reiðum höndum. Forsetaframbjóðendur þurfa til dæmis að vera búnir að gera upp við sig hvað þeir hefðu gert þegar Sigmundur Davíð þáverandi forsætisráðherra stormaði á Bessastaði og bað um meinta undirritun á meint þingrofsskjal. Ég veit hvað ég hefði gert, en látum það liggja á milli hluta. Í gærmorgun, á meðan ég blandaði mér bleikan sjeik, reyndi ég að móta með mér svar við spurningunni á hvað ég trúi. Ég hef ekki trúað á tilvist guðs síðan löngu fyrir fermingu en í mínum huga er fráleitt að halda því fram að lífið og heimurinn sé fátt annað en efnasambönd, atóm og nanó-hitt og þetta. Niðurstaðan var að ég trúi í orðsins fyllstu að trúin flytji fjöll. Þannig held ég að meðgöngur og fæðingar gangi verr ef viðhorfið til þeirra er ótti og svartsýni. Sambönd gangi verr ef vantrausti er leyft að grassera. Enginn fái stöðuhækkun sem finnst hann ekki eiga hana skilið. Útlitið verði slappt og grámóskulegt ef tímanum fyrir framan spegilinn er varið í niðurrif. Ég trúi því að bros geti sigrað krankleika. Von um að allt fari vel tryggi velgengi. Ákvörðunin um að vera hamingjusamur sé eini lykillinn að hamingjunni. Með því viðhorfi má sigra heiminn og gott betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun