Veðbankar segja meiri líkur á að Cleveland verði NBA-meistari en San Antonio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Golden State Warriors vann NBA-titilinn í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Golden State Warriors er sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og það kemur auðvitað engum á óvart. Golden State er NBA-meistari síðan síðasta sumar og vann 73 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni sem er nýtt NBA-met. Westgate SuperBook veðbankinn hefur tekið saman sigurlíkurnar hjá þeim sextán liðum sem komust í úrslitakeppnina sem hefst á morgun. Samkvæmt þeim lista ættu Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors að mæta LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í lokaúrslitunum annað árið í röð. Það vekur athygli að það eru meiri líkur að Cleveland Cavaliers verði NBA-meistari en San Antonio Spurs sem vann meðal annars 40 af 41 heimaleik sínum í deildarkeppninni. Aðalástæðna er væntanlega að Spurs þarf að komast í gegnum Golden State ætli liðið sér í lokaúrslitin í ár. Þrjú af fjórum sigurstranglegustu liðunum koma samt úr Vesturdeildinni en Oklahoma City Thunder er í fjórða sæti listans á undan Toronto Raptors. Það er aftur á móti minnstu líkurnar á því að Memphis Grizzlies verði NBA-meistari í ár en liðið endaði tímabilið skelfilega eftir að hafa misst marga af lykilmönnum sínum í meiðsli.Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst síðan strax á laugardaginn en fyrsti leikurinn verður á milli Toronto Raptors og Indiana Pacers. Strax á eftir spila síðan Golden State Warriors og Houston Rockets en hinir leikir fyrsta dagsins eru á milli Atlanta Hawks og Boston Celtics annarsvegar og Oklahoma City Thunder og Dallas Mavericks hinsvegar. Allar hinar viðureignirnar fara síðan í gang á sunnudaginn.Líkur á NBA-meistaratitli í ár: Golden State Warriors 5/7 Cleveland Cavaliers 3/1 San Antonio Spurs 7/2 Oklahoma City Thunder 16/1 Toronto Raptors 25/1 Los Angeles Clippers 30/1 Miami Heat 40/1 Boston Celtics 50/1 Atlanta Hawks 60/1 Indiana Pacers 100/1 Charlotte Hornets 100/1 Portland Trail Blazers 200/1 Detroit Pistons 200/1 Houston Rockets 300/1 Dallas Mavericks 300/1 Memphis Grizzlies 1,000/1- Úrslitakeppni NBA 2016 -Átta liða úrslit Austurdeildarinnar: (1) Cleveland Cavaliers - (8) Detroit Pistons (2) Toronto Raptors - (7) Indiana Pacers (3) Miami Heat - (6) Charlotte Hornets (4) Atlanta Hawks - (5) Boston CelticsÁtta liða úrslit Vesturdeildarinnar: (1) Golden State Warriors - (8) Houston Rockets (2) San Antonio Spurs - (7) Memphis Grizzlies (3) Oklahoma City Thunder - (6) Dallas Mavericks (4) Los Angeles Clippers - (5) Portland Trail Blazers NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Golden State Warriors er sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og það kemur auðvitað engum á óvart. Golden State er NBA-meistari síðan síðasta sumar og vann 73 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni sem er nýtt NBA-met. Westgate SuperBook veðbankinn hefur tekið saman sigurlíkurnar hjá þeim sextán liðum sem komust í úrslitakeppnina sem hefst á morgun. Samkvæmt þeim lista ættu Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors að mæta LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í lokaúrslitunum annað árið í röð. Það vekur athygli að það eru meiri líkur að Cleveland Cavaliers verði NBA-meistari en San Antonio Spurs sem vann meðal annars 40 af 41 heimaleik sínum í deildarkeppninni. Aðalástæðna er væntanlega að Spurs þarf að komast í gegnum Golden State ætli liðið sér í lokaúrslitin í ár. Þrjú af fjórum sigurstranglegustu liðunum koma samt úr Vesturdeildinni en Oklahoma City Thunder er í fjórða sæti listans á undan Toronto Raptors. Það er aftur á móti minnstu líkurnar á því að Memphis Grizzlies verði NBA-meistari í ár en liðið endaði tímabilið skelfilega eftir að hafa misst marga af lykilmönnum sínum í meiðsli.Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst síðan strax á laugardaginn en fyrsti leikurinn verður á milli Toronto Raptors og Indiana Pacers. Strax á eftir spila síðan Golden State Warriors og Houston Rockets en hinir leikir fyrsta dagsins eru á milli Atlanta Hawks og Boston Celtics annarsvegar og Oklahoma City Thunder og Dallas Mavericks hinsvegar. Allar hinar viðureignirnar fara síðan í gang á sunnudaginn.Líkur á NBA-meistaratitli í ár: Golden State Warriors 5/7 Cleveland Cavaliers 3/1 San Antonio Spurs 7/2 Oklahoma City Thunder 16/1 Toronto Raptors 25/1 Los Angeles Clippers 30/1 Miami Heat 40/1 Boston Celtics 50/1 Atlanta Hawks 60/1 Indiana Pacers 100/1 Charlotte Hornets 100/1 Portland Trail Blazers 200/1 Detroit Pistons 200/1 Houston Rockets 300/1 Dallas Mavericks 300/1 Memphis Grizzlies 1,000/1- Úrslitakeppni NBA 2016 -Átta liða úrslit Austurdeildarinnar: (1) Cleveland Cavaliers - (8) Detroit Pistons (2) Toronto Raptors - (7) Indiana Pacers (3) Miami Heat - (6) Charlotte Hornets (4) Atlanta Hawks - (5) Boston CelticsÁtta liða úrslit Vesturdeildarinnar: (1) Golden State Warriors - (8) Houston Rockets (2) San Antonio Spurs - (7) Memphis Grizzlies (3) Oklahoma City Thunder - (6) Dallas Mavericks (4) Los Angeles Clippers - (5) Portland Trail Blazers
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira