Lakers seldi Kobe-vörur fyrir 150 milljónir á lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 08:00 Kobe Bryant eftir lokaleikinn umrkingdur fjölmiðlamönnum. Vísir/Getty Kobe Bryant setti ekki aðeins stigamet inn á vellinum í síðasta leik sínum í NBA í fyrrinótt heldur setti Los Angeles Lakers einnig met í sölu NBA-varnings á einum degi á einum stað. Lokaleikur Kobe Bryant var með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center og skoraði kappinn þá 60 stig í endurkomusigri þar sem Kobe skoraði meðal annars átta stiga á lokamínútunni. Staples Center nýtti að sjálfsögðu tækifærið á öllu Kobe-æðinu sem var í gangi og tókst á endanum að selja Kobe-vörur fyrir 1,2 milljónir dollara eða um 150 milljónir íslenskra króna. Sean Ryan, varaforseti AEG markaðfyrirtækisins, sagði ESPN frá því að með þessu hefðu Kobe og Los Angeles Lakers sett nýtt heimsmet í sölu á einum stað á einum degi. Gamla heimsmetið var frá 10. desember 2007 þegar bandaríska hljómsveitin Led Zeppelin hélt sína fyrstu stóru tónleika í þrjá áratugi í O2 höllinni í London og seldi varning tengdum hljómsveitinni fyrir eina milljón dollara. Það var dýrt á lokaleik Kobe Bryant en meðalverð á miða á leikinn var 230 dollarar eða um 29 þúsund krónur íslenskar. Áhorfendur eyddu síðan að meðaltali 61 dollara í Kobe-vörur þetta kvöld sem gera tæplega átta þúsund krónur íslenskar. Mikið af Kobe-vörunum seldust líka upp í Staples Center enda voru allir á svæðinu vitlausir í flotta minjagripi um þetta magnaða kvöld. Kobe Bryant sjálfur fékk að sjálfsögðu stóran hluta af gróðanum í gegnum fyrirtæki sitt en eins græddu Lakers og AEG mikið þetta kvöld í Staples Center. Kobe Bryant átti líka aukaútspil í lok blaðamannafundar síns en hann endaði Kobe á orðunum: "Mamba Out". Mínútum síðar voru bolir með "Mamba Out" komnir til sölu á heimasíðu hans. Þeir voru í þremur litum og kostuðu 25 dollara hver eða um 3100 krónur. Áhorfendurnir fengu líka mikið fyrir sinn snúð enda setti Kobe Bryant met í leiknum og það verður ekki metið til fjár að geta montað sig að því næstu áratugina að hafa verið á síðasta leik Kobe Bryant í NBA-deildinni.Vísir/Getty"Mamba Out"Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Kobe Bryant setti ekki aðeins stigamet inn á vellinum í síðasta leik sínum í NBA í fyrrinótt heldur setti Los Angeles Lakers einnig met í sölu NBA-varnings á einum degi á einum stað. Lokaleikur Kobe Bryant var með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center og skoraði kappinn þá 60 stig í endurkomusigri þar sem Kobe skoraði meðal annars átta stiga á lokamínútunni. Staples Center nýtti að sjálfsögðu tækifærið á öllu Kobe-æðinu sem var í gangi og tókst á endanum að selja Kobe-vörur fyrir 1,2 milljónir dollara eða um 150 milljónir íslenskra króna. Sean Ryan, varaforseti AEG markaðfyrirtækisins, sagði ESPN frá því að með þessu hefðu Kobe og Los Angeles Lakers sett nýtt heimsmet í sölu á einum stað á einum degi. Gamla heimsmetið var frá 10. desember 2007 þegar bandaríska hljómsveitin Led Zeppelin hélt sína fyrstu stóru tónleika í þrjá áratugi í O2 höllinni í London og seldi varning tengdum hljómsveitinni fyrir eina milljón dollara. Það var dýrt á lokaleik Kobe Bryant en meðalverð á miða á leikinn var 230 dollarar eða um 29 þúsund krónur íslenskar. Áhorfendur eyddu síðan að meðaltali 61 dollara í Kobe-vörur þetta kvöld sem gera tæplega átta þúsund krónur íslenskar. Mikið af Kobe-vörunum seldust líka upp í Staples Center enda voru allir á svæðinu vitlausir í flotta minjagripi um þetta magnaða kvöld. Kobe Bryant sjálfur fékk að sjálfsögðu stóran hluta af gróðanum í gegnum fyrirtæki sitt en eins græddu Lakers og AEG mikið þetta kvöld í Staples Center. Kobe Bryant átti líka aukaútspil í lok blaðamannafundar síns en hann endaði Kobe á orðunum: "Mamba Out". Mínútum síðar voru bolir með "Mamba Out" komnir til sölu á heimasíðu hans. Þeir voru í þremur litum og kostuðu 25 dollara hver eða um 3100 krónur. Áhorfendurnir fengu líka mikið fyrir sinn snúð enda setti Kobe Bryant met í leiknum og það verður ekki metið til fjár að geta montað sig að því næstu áratugina að hafa verið á síðasta leik Kobe Bryant í NBA-deildinni.Vísir/Getty"Mamba Out"Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30
Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00
Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30