Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Það var bjartur, kaldur apríldagur og klukkan var að slá þrettán.“ Svo hefst skáldsagan Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir George Orwell. Svo margt er líkt með dystópíu Orwells og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við Panama-skjölunum, sem leiddu í ljós að nokkrir ráðamenn okkar luma á leynilegum aflandsreikningum, að meira að segja upphafsorð bókarinnar gætu verið byrjunin á opinberri sögu Framsóknarflokksins á atburðunum. Í stað þess að bregðast við staðreyndum reyndu stjórnvöld að heilaþvo liðið og fullyrða að tveir plús tveir væru fimm: Tortóla er ekki skattaskjól, RÚV er að leggja forsætisráðherra í einelti, það er flókið að eiga peninga á Íslandi, hvítt er svart og svart er fjólublátt. En þótt Sigmundur Davíð hafi að endingu hrökklast úr embætti forsætisráðherra virðist Framsókn enn leita í smiðju drottnandi dávalds í anda Stóra bróður til að stýra almenningsálitinu.Ásjóna bananalýðveldis Okkur Íslendingum hefur löngum verið annt um ímynd okkar út á við. Við viljum vera vönd að virðingu okkar og það skiptir okkur máli hvað fólki úti í hinum stóra heimi finnst um okkur. Mörgum sveið því sárt hvernig hlegið var að okkur í erlendum fjölmiðlum síðustu vikur. Fyrsta verk nýs utanríkisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, var hins vegar að ítreka að tveir plús tveir væru enn þá fimm. Þótt aðeins nokkrir dagar væru liðnir frá því að Panama-lekinn varð heimsbyggðinni ljós virtist ráðuneyti hennar ekki eiga í minnstu erfiðleikum með að fullyrða að málið hefði á engan hátt skaðað íslenska ímynd erlendis. Tíminn mun leiða í ljós langtímaáhrif þeirrar pólitísku krísu sem ríkir hér á landi. Þar til liggur fyrir hvort Íslandi takist að hrista af sér ásjónu bananalýðveldis getum við hins vegar yljað okkur við þá staðreynd að ímynd landsins hefur verið verri.Op niður til helvítis Þótt í eldgamla daga hafi Ísland verið afskekkt og einangrað land slysaðist hingað annað slagið fólk frá útlöndum. Það sem blasti við fannst ferðalöngunum flestum alveg stórfurðulegt. Nokkrir gestanna skrifuðu ferðabækur um upplifun sína af Íslandi. Voru lýsingar á landi og þjóð stundum eins og klipptar út úr ævintýri. Oftar voru þær þó svo neikvæðar að Íslendingar urðu sármóðgaðir. Svona kom Ísland útlendingum fyrir sjónir á 17., 18. og 19. öld samkvæmt helstu ferðabókum erlendra gesta: • Á Íslandi má finna op ofan í jörðina sem nær alla leið niður til helvítis • Íslendingar eru dónalegir og villimannlegir. • Þeir eru líka lúsugir • Allir eru þeir göldróttir og margir dýrka djöfulinn • Íslendingar eru svikulir og þjófóttir, deilugjarnir, illviljaðir og hefnigjarnir • Óhófsamir, lostafullir og saurlífir búa þeir í moldarkofum ofan í jörðinni • Já, eða hellum í klettunum • Frítt konuandlit er sjaldséð á Íslandi • Konur og karlar klæða sig auk þess alveg eins • Íslendingar eru drykkfelldir og þegar þeir eru komnir í glas syngja þeir rammfalskt hver með sínu nefi • Og verst af öllu: Íslendingar eru hræðilegir dansarar. Það sem þeir kalla dans er þegar karl og kona standa andspænis hvort öðru og hoppa upp og niður án þess að hreyfast úr stað Það er rétt hjá utanríkisráðuneytinu, við gætum verið þekkt fyrir eitthvað miklu verra en að vera bananalýðveldi. Og munum: Tveir plús tveir eru fimm, stríð er friður, frelsi er ánauð og fáfræði er máttur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það var bjartur, kaldur apríldagur og klukkan var að slá þrettán.“ Svo hefst skáldsagan Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir George Orwell. Svo margt er líkt með dystópíu Orwells og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við Panama-skjölunum, sem leiddu í ljós að nokkrir ráðamenn okkar luma á leynilegum aflandsreikningum, að meira að segja upphafsorð bókarinnar gætu verið byrjunin á opinberri sögu Framsóknarflokksins á atburðunum. Í stað þess að bregðast við staðreyndum reyndu stjórnvöld að heilaþvo liðið og fullyrða að tveir plús tveir væru fimm: Tortóla er ekki skattaskjól, RÚV er að leggja forsætisráðherra í einelti, það er flókið að eiga peninga á Íslandi, hvítt er svart og svart er fjólublátt. En þótt Sigmundur Davíð hafi að endingu hrökklast úr embætti forsætisráðherra virðist Framsókn enn leita í smiðju drottnandi dávalds í anda Stóra bróður til að stýra almenningsálitinu.Ásjóna bananalýðveldis Okkur Íslendingum hefur löngum verið annt um ímynd okkar út á við. Við viljum vera vönd að virðingu okkar og það skiptir okkur máli hvað fólki úti í hinum stóra heimi finnst um okkur. Mörgum sveið því sárt hvernig hlegið var að okkur í erlendum fjölmiðlum síðustu vikur. Fyrsta verk nýs utanríkisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, var hins vegar að ítreka að tveir plús tveir væru enn þá fimm. Þótt aðeins nokkrir dagar væru liðnir frá því að Panama-lekinn varð heimsbyggðinni ljós virtist ráðuneyti hennar ekki eiga í minnstu erfiðleikum með að fullyrða að málið hefði á engan hátt skaðað íslenska ímynd erlendis. Tíminn mun leiða í ljós langtímaáhrif þeirrar pólitísku krísu sem ríkir hér á landi. Þar til liggur fyrir hvort Íslandi takist að hrista af sér ásjónu bananalýðveldis getum við hins vegar yljað okkur við þá staðreynd að ímynd landsins hefur verið verri.Op niður til helvítis Þótt í eldgamla daga hafi Ísland verið afskekkt og einangrað land slysaðist hingað annað slagið fólk frá útlöndum. Það sem blasti við fannst ferðalöngunum flestum alveg stórfurðulegt. Nokkrir gestanna skrifuðu ferðabækur um upplifun sína af Íslandi. Voru lýsingar á landi og þjóð stundum eins og klipptar út úr ævintýri. Oftar voru þær þó svo neikvæðar að Íslendingar urðu sármóðgaðir. Svona kom Ísland útlendingum fyrir sjónir á 17., 18. og 19. öld samkvæmt helstu ferðabókum erlendra gesta: • Á Íslandi má finna op ofan í jörðina sem nær alla leið niður til helvítis • Íslendingar eru dónalegir og villimannlegir. • Þeir eru líka lúsugir • Allir eru þeir göldróttir og margir dýrka djöfulinn • Íslendingar eru svikulir og þjófóttir, deilugjarnir, illviljaðir og hefnigjarnir • Óhófsamir, lostafullir og saurlífir búa þeir í moldarkofum ofan í jörðinni • Já, eða hellum í klettunum • Frítt konuandlit er sjaldséð á Íslandi • Konur og karlar klæða sig auk þess alveg eins • Íslendingar eru drykkfelldir og þegar þeir eru komnir í glas syngja þeir rammfalskt hver með sínu nefi • Og verst af öllu: Íslendingar eru hræðilegir dansarar. Það sem þeir kalla dans er þegar karl og kona standa andspænis hvort öðru og hoppa upp og niður án þess að hreyfast úr stað Það er rétt hjá utanríkisráðuneytinu, við gætum verið þekkt fyrir eitthvað miklu verra en að vera bananalýðveldi. Og munum: Tveir plús tveir eru fimm, stríð er friður, frelsi er ánauð og fáfræði er máttur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun