Innlent

Bilun kom upp í hinni Bombardier-vélinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Flugvöllurinn á Egilsstöðum.
Flugvöllurinn á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm
Bilun kom upp í Bombardier-flugvél Flugfélags Íslands í gærmorgun og um þriggja tíma töf varð á flugferð félagins til Egilsstaða.

„Það var viðvörun í vökvakerfi sem kom upp,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir að vélinni hafi verið flogið aftur í dag.

Vélin sem um ræðir er TF-FXA, önnur Bombardier-flugvélin af þremur sem flugfélagið mun taka í notkun á árinu. Hún er nýkomin til landsins en nokkrum sinnum hefur verið greint frá bilunum sem upp hafa komið í þeirri fyrstu sem tekin var í notkun, TF-FXI.

„Nú er þetta vél númer tvö sem við erum að fá, þannig að það má segja að það séu að koma upp svona byrjunarörðugleikar með hana,“ segir Árni. „Þetta er samt ekkert óeðlilegt, en öryggið er alltaf í fyrirrúmi hjá okkur og menn hafa frekar vaðið fyrir neðan sig ef eitthvað kemur upp á.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×