Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:04 Kim og Kanye á veitingastaðnum í Friðheimum. Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í morgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og fylgdist Vísir með eins og sjá má hér að neðan. Uppfært klukkan 19:51: Ferðalangarnir frægu eru greinilega að fara Gullna hringinn, líkt og flestir ferðamenn gera sem koma hingað til lands. Fyrir skömmu birtu þær Kim og Kourtney myndir og myndbönd frá Gullfossi og virtist Kim yfir sig hrifin þegar hún hrópaði upp yfir sig "This is gorgeous!" Uppfært klukkan 19:23: Kimye og föruneyti fóru frá Friðheimum að Geysi í Haukadal. Þar freista þau þess að sjá Strokk gjósa en af Snapchat að dæma virðist þeim vera nokkuð kalt enda er veðrið í dag ekki með besta móti, mjög hvasst og kalt. ICELAND pic.twitter.com/5SHEMR6DoY— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) April 17, 2016 Kourtney, Simon, Jonathan and Nicole at the Gullfoss Waterfall in Iceland today pic.twitter.com/S8IsjifuWe— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Kourtney and Jonathan in Iceland#Geyser pic.twitter.com/BWWmhSnf6j— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Uppfært klukkan 18:50: Kanye og Kim virðast hafa kunnað vel við sig á Friðheimum þar sem þau gæddu sér ekki bara á tómatsúpu heldur einnig á tómataís, tómatakaffi, tómataböku og tómataostaköku. Þau eru nú farin frá Friðheimum samkvæmt Snapchat en ekki liggur fyrir hvert þau fara næst.Kanye at Friðheimar tomato farm in Icelandpic.twitter.com/NcuV1PMdhz— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. Bæði Kim og Jonathan Cheban, vinur þeirra, hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlinum af sér í Friðheimum. Jonathan er með þeim hér auk Kourtney, systur Kim. Friðheimar eru skammt frá Selfossi en þar er bæði gróðurhús þar sem ræktaðir eru tómatar og veitingastaður. Á Snapchat Kim sést hún einmitt bragða sér á tómatsúpu á veitingastaðnum en þegar Vísir hafði samband við Friðheima vildi sá sem svaraði í símann ekkert segja um heimsókn stjarnanna. Þau Kim og Kanye eru óumdeilanlega einir frægustu einstaklingar og hjón heims. Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs. Vísir hvetur lesendur til að senda myndir af skötuhjúunum og fylgdarliði í gegnum Facebook-síðu Vísis eða á netfangið ritstjorn@visir.is.Kim posted a video with Kanye and Jonathan on Snapchat#Iceland pic.twitter.com/mnOJsL8gwO— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Kim og Kanye eru komin Skötuhjúin lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. 17. apríl 2016 09:16 Kim og Kanye dvelja á 101 Stoppuðu stutt við og eru farin út úr húsi. 17. apríl 2016 16:30 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í morgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og fylgdist Vísir með eins og sjá má hér að neðan. Uppfært klukkan 19:51: Ferðalangarnir frægu eru greinilega að fara Gullna hringinn, líkt og flestir ferðamenn gera sem koma hingað til lands. Fyrir skömmu birtu þær Kim og Kourtney myndir og myndbönd frá Gullfossi og virtist Kim yfir sig hrifin þegar hún hrópaði upp yfir sig "This is gorgeous!" Uppfært klukkan 19:23: Kimye og föruneyti fóru frá Friðheimum að Geysi í Haukadal. Þar freista þau þess að sjá Strokk gjósa en af Snapchat að dæma virðist þeim vera nokkuð kalt enda er veðrið í dag ekki með besta móti, mjög hvasst og kalt. ICELAND pic.twitter.com/5SHEMR6DoY— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) April 17, 2016 Kourtney, Simon, Jonathan and Nicole at the Gullfoss Waterfall in Iceland today pic.twitter.com/S8IsjifuWe— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Kourtney and Jonathan in Iceland#Geyser pic.twitter.com/BWWmhSnf6j— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Uppfært klukkan 18:50: Kanye og Kim virðast hafa kunnað vel við sig á Friðheimum þar sem þau gæddu sér ekki bara á tómatsúpu heldur einnig á tómataís, tómatakaffi, tómataböku og tómataostaköku. Þau eru nú farin frá Friðheimum samkvæmt Snapchat en ekki liggur fyrir hvert þau fara næst.Kanye at Friðheimar tomato farm in Icelandpic.twitter.com/NcuV1PMdhz— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. Bæði Kim og Jonathan Cheban, vinur þeirra, hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlinum af sér í Friðheimum. Jonathan er með þeim hér auk Kourtney, systur Kim. Friðheimar eru skammt frá Selfossi en þar er bæði gróðurhús þar sem ræktaðir eru tómatar og veitingastaður. Á Snapchat Kim sést hún einmitt bragða sér á tómatsúpu á veitingastaðnum en þegar Vísir hafði samband við Friðheima vildi sá sem svaraði í símann ekkert segja um heimsókn stjarnanna. Þau Kim og Kanye eru óumdeilanlega einir frægustu einstaklingar og hjón heims. Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs. Vísir hvetur lesendur til að senda myndir af skötuhjúunum og fylgdarliði í gegnum Facebook-síðu Vísis eða á netfangið ritstjorn@visir.is.Kim posted a video with Kanye and Jonathan on Snapchat#Iceland pic.twitter.com/mnOJsL8gwO— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Kim og Kanye eru komin Skötuhjúin lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. 17. apríl 2016 09:16 Kim og Kanye dvelja á 101 Stoppuðu stutt við og eru farin út úr húsi. 17. apríl 2016 16:30 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög