Steve Kerr tekur enga áhættu með meiðsli Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 10:30 Steve Kerr leyfði Stephen Curry ekki að fara aftur inná í leik eitt. Vísir/Getty Stephen Curry, besti leikmaður Golden State Warriors og NBA-deildarinnar allar að flestra mati, meiddist á ökkla í fyrsta leik úrslitakeppninnar og stuðningsmenn NBA-meistaranna bíða nú áhyggjufullur eftir nýjustu fréttum af kappanum. Stephen Curry spilaði lítið sem ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór á kostum og skoraði 24 stig á 20 mínútum áður en Steve Kerr ákvað að taka ekki meiri áhættu með hann. Úrslitakeppnin byrjaði frábærlega hjá Stephen Curry en meiðslin sína að fljótt skipast verður í lofti í íþróttunum. Stephen Curry var á æfingu Golden State í gær en hann tók ekki eitt einasta skot. Þess í stað var hann í meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins. Blaðamenn ESPN sáu hann ekki haltra en óvissan um þátttöku hans lifir eftir að hann var ekkert með á æfingunni. Steve Kerr stóð harður á sínu í leik eitt og neitaði Stephen Curry þrisvar um að koma aftur inn í leikinn. Kerr ætlar ekki að taka neina áhættu með sinn besta leikmann. Steve Kerr hefur þegar gefið það út að Shaun Livingston komi inn í byrjunarliðið verði Stephen Curry ekki með í leik tvö í nótt. „Það er óvíst hvort að hann verði með. Hann æfði ekki í dag og var bara í meðferð. Þetta lítur aðeins betur út í dag en í gær. Við sjáum síðan til hvernig þetta lítur út á skotæfingu á morgun," sagði Steve Kerr. Ef hann hvílir Curry þá fær besti maðurinn hans auka tvo daga til að jafna sig. „Við tökum alltaf mið að leikjadagskránni í okkar ákvörðunum. Ein leiðin til að líta á þessa stöðu er að ef við spilum honum ekki á morgun þá fær hann tvo aukadaga til að jafna sig," sagði Kerr. NBA Tengdar fréttir Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. 14. apríl 2016 16:30 NBA: Curry með tíu þrista í 73. sigri Golden State | Bættu met Bulls frá 1996 Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. 14. apríl 2016 06:59 Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. 13. apríl 2016 13:00 Flottustu sirkus-skotin í NBA | Myndbönd Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk á dögunum og úrslitakeppnin hófst í gær. Mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í vetur. 17. apríl 2016 23:15 Meistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á auðveldum sigri | Myndbönd Golden State Warriors byrja úrslitakeppnina í NBA-deildinni af fullum krafti, en þeir unnu öruggan sigur á Houston í gærkvöldi, 104-78. 17. apríl 2016 11:28 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Stephen Curry, besti leikmaður Golden State Warriors og NBA-deildarinnar allar að flestra mati, meiddist á ökkla í fyrsta leik úrslitakeppninnar og stuðningsmenn NBA-meistaranna bíða nú áhyggjufullur eftir nýjustu fréttum af kappanum. Stephen Curry spilaði lítið sem ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór á kostum og skoraði 24 stig á 20 mínútum áður en Steve Kerr ákvað að taka ekki meiri áhættu með hann. Úrslitakeppnin byrjaði frábærlega hjá Stephen Curry en meiðslin sína að fljótt skipast verður í lofti í íþróttunum. Stephen Curry var á æfingu Golden State í gær en hann tók ekki eitt einasta skot. Þess í stað var hann í meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins. Blaðamenn ESPN sáu hann ekki haltra en óvissan um þátttöku hans lifir eftir að hann var ekkert með á æfingunni. Steve Kerr stóð harður á sínu í leik eitt og neitaði Stephen Curry þrisvar um að koma aftur inn í leikinn. Kerr ætlar ekki að taka neina áhættu með sinn besta leikmann. Steve Kerr hefur þegar gefið það út að Shaun Livingston komi inn í byrjunarliðið verði Stephen Curry ekki með í leik tvö í nótt. „Það er óvíst hvort að hann verði með. Hann æfði ekki í dag og var bara í meðferð. Þetta lítur aðeins betur út í dag en í gær. Við sjáum síðan til hvernig þetta lítur út á skotæfingu á morgun," sagði Steve Kerr. Ef hann hvílir Curry þá fær besti maðurinn hans auka tvo daga til að jafna sig. „Við tökum alltaf mið að leikjadagskránni í okkar ákvörðunum. Ein leiðin til að líta á þessa stöðu er að ef við spilum honum ekki á morgun þá fær hann tvo aukadaga til að jafna sig," sagði Kerr.
NBA Tengdar fréttir Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. 14. apríl 2016 16:30 NBA: Curry með tíu þrista í 73. sigri Golden State | Bættu met Bulls frá 1996 Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. 14. apríl 2016 06:59 Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. 13. apríl 2016 13:00 Flottustu sirkus-skotin í NBA | Myndbönd Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk á dögunum og úrslitakeppnin hófst í gær. Mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í vetur. 17. apríl 2016 23:15 Meistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á auðveldum sigri | Myndbönd Golden State Warriors byrja úrslitakeppnina í NBA-deildinni af fullum krafti, en þeir unnu öruggan sigur á Houston í gærkvöldi, 104-78. 17. apríl 2016 11:28 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. 14. apríl 2016 16:30
NBA: Curry með tíu þrista í 73. sigri Golden State | Bættu met Bulls frá 1996 Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. 14. apríl 2016 06:59
Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. 13. apríl 2016 13:00
Flottustu sirkus-skotin í NBA | Myndbönd Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk á dögunum og úrslitakeppnin hófst í gær. Mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í vetur. 17. apríl 2016 23:15
Meistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á auðveldum sigri | Myndbönd Golden State Warriors byrja úrslitakeppnina í NBA-deildinni af fullum krafti, en þeir unnu öruggan sigur á Houston í gærkvöldi, 104-78. 17. apríl 2016 11:28