Brian Wilson flytur Pet Sounds í heild sinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. apríl 2016 07:00 Brian Wilson mun spila meistaraverkið Pet Sounds í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu í tilefni 50 ára afmælis plötunnar. Mynd/Getty Einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma, Brian Wilson, kemur til landsins 6. september og spilar meistaraverkið Pet Sounds í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu í tilefni 50 ára afmælis plötunnar. „Mér finnst alveg frábært að fá Brian Wilson til landsins. Hann er einn af þessum stóru í tónlistarsögunni, ef ekki bara einn sá stærsti. Þetta er 50 ára afmæli Pet Sounds, hann er að flytja plötuna í heild sinni af því tilefni og þetta er í síðasta sinn sem hann ætlar að gera það, þannig að þetta er sögulegur viðburður,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. „Það er alveg frábært að þetta verði í Eldborg. Þarna verða 11 manns á sviðinu og þetta er stórvaxið „production“ fyrir ekki stærri sal en Eldborg.“ Þetta tónleikaferðalag hans Brians er þegar hafið og hefur fengið ágætis dóma hjá gagnrýnendum. En hvernig stendur á að Brian Wilson kemur til litla Íslands með svona stóra og merkilega tónleika? „Ég sá að hann var að túra með plötuna og hafði samband við þá úti og þeir voru ekkert alltof hressir, fannst þetta of lítill staður. En ég hef grun um að þetta hafi farið fyrir Brian Wilson, því að þegar ég hafði samband aftur var eins og það hefði komið skipun að ofan „við viljum fá Ísland inn í þetta“. Ég fékk á tilfinninguna að það væri vilji hjá honum og fólkinu í kringum hann til að koma til Íslands. Al Jardine og Blondie Chaplin, fyrrverandi Beach Boys-meðlimir, eru ekkert oft með honum en þeir koma báðir til Íslands sem þýðir að þeir hafa líka óskað sérstaklega eftir að vera með.“ Miðasalan hefst þriðjudaginn 26. apríl á harpa.is, tix.is og í síma 528 5050. Í boði verða VIP-miðar í mjög takmörkuðu magni og með kaupum á þeim fylgir möguleikinn á að fá að hitta Brian Wilson sjálfan.Pet Sounds Hljómplatan Pet Sounds er af mörgum talin eitt mesta meistaraverk tónlistarsögunnar og var t.d. valin 2. besta plata allra tíma af tónlistartímaritinu Rolling Stone. Þetta var 11. plata Beach Boys og nokkuð frábrugðin fyrri verkum sveitarinnar en Brian hafði tekið sér frí frá tónleikaferðalögum með hljómsveitinni til að einbeita sér að tónsmíðinni sem varð fyrir vikið bæði tilraunakenndari og persónulegri. Á plötunni var mikið unnið með metnaðarfulla röddun og alls kyns undarleg hljóðfæri eins og reiðhjólabjöllur, hundaflautur og Coca-Cola flöskur. Þrátt fyrir dræmar viðtökur í Bandaríkjunum hefur platan með tímanum hlotið mikið lof og hefur orðið mörgum merkustu tónlistarmönnum allra tíma innblástur í listsköpun sinni. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma, Brian Wilson, kemur til landsins 6. september og spilar meistaraverkið Pet Sounds í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu í tilefni 50 ára afmælis plötunnar. „Mér finnst alveg frábært að fá Brian Wilson til landsins. Hann er einn af þessum stóru í tónlistarsögunni, ef ekki bara einn sá stærsti. Þetta er 50 ára afmæli Pet Sounds, hann er að flytja plötuna í heild sinni af því tilefni og þetta er í síðasta sinn sem hann ætlar að gera það, þannig að þetta er sögulegur viðburður,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. „Það er alveg frábært að þetta verði í Eldborg. Þarna verða 11 manns á sviðinu og þetta er stórvaxið „production“ fyrir ekki stærri sal en Eldborg.“ Þetta tónleikaferðalag hans Brians er þegar hafið og hefur fengið ágætis dóma hjá gagnrýnendum. En hvernig stendur á að Brian Wilson kemur til litla Íslands með svona stóra og merkilega tónleika? „Ég sá að hann var að túra með plötuna og hafði samband við þá úti og þeir voru ekkert alltof hressir, fannst þetta of lítill staður. En ég hef grun um að þetta hafi farið fyrir Brian Wilson, því að þegar ég hafði samband aftur var eins og það hefði komið skipun að ofan „við viljum fá Ísland inn í þetta“. Ég fékk á tilfinninguna að það væri vilji hjá honum og fólkinu í kringum hann til að koma til Íslands. Al Jardine og Blondie Chaplin, fyrrverandi Beach Boys-meðlimir, eru ekkert oft með honum en þeir koma báðir til Íslands sem þýðir að þeir hafa líka óskað sérstaklega eftir að vera með.“ Miðasalan hefst þriðjudaginn 26. apríl á harpa.is, tix.is og í síma 528 5050. Í boði verða VIP-miðar í mjög takmörkuðu magni og með kaupum á þeim fylgir möguleikinn á að fá að hitta Brian Wilson sjálfan.Pet Sounds Hljómplatan Pet Sounds er af mörgum talin eitt mesta meistaraverk tónlistarsögunnar og var t.d. valin 2. besta plata allra tíma af tónlistartímaritinu Rolling Stone. Þetta var 11. plata Beach Boys og nokkuð frábrugðin fyrri verkum sveitarinnar en Brian hafði tekið sér frí frá tónleikaferðalögum með hljómsveitinni til að einbeita sér að tónsmíðinni sem varð fyrir vikið bæði tilraunakenndari og persónulegri. Á plötunni var mikið unnið með metnaðarfulla röddun og alls kyns undarleg hljóðfæri eins og reiðhjólabjöllur, hundaflautur og Coca-Cola flöskur. Þrátt fyrir dræmar viðtökur í Bandaríkjunum hefur platan með tímanum hlotið mikið lof og hefur orðið mörgum merkustu tónlistarmönnum allra tíma innblástur í listsköpun sinni.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp