Íslendingur sagður í starfsmannaskjölum ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2016 23:28 Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Vísir/AFP Skjöl sem sögð eru koma frá Íslamska ríkinu segja til um að Íslendingur hafi gengið til liðs við samtökin. Samkvæmt skjölunum gekk maðurinn til liðs við samtökin á árunum 2013 til 2014. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að slíkum gögnum hefði verið lekið til fjölmiðla en um er að ræða upplýsingar um fjögur þúsund erlenda vígamenn samtakanna sem sagðir eru koma frá 71 landi. Í umfjöllun NBC segir að flestir erlendir vígamenn samtakanna á áðurnefndu tímabili hafi komið frá Sádi-Arabíu, Túnis og Marokkó. Fæstir hafi hins vegar komið frá Íslandi, alls einn. Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Fyrrverandi meðlimur samtakanna er sagður hafa stolið þeim þegar hann flúði frá Sýrlandi. Samkvæmt RÚV, sem sagði fyrst frá málinu hér á landi, leiða skjölin í ljós að erlendir vígamenn ISIS séu betur menntaðir en áður hefur verið talið.Ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er bendlaður við samtökinThe New York Review of Books birti grein fyrir tveimur árum þar sem haft var eftir fyrrverandi vígamanni samtakanna að íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefði gengið í raðir ISIS og framleitt fyrir þá áróðursmyndbönd. Greinin var eftir blaðamanninn Rachel Birke sem ræddi við vígamanninn fyrrverandi. Ættingi mannsins sagði hins vegar í samtali við Vísi að hann hefði verið í Sýrlandi árið 2013. Þar hefði hann fylgt læknum eftir í tíu daga. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Ættingi mannsins segir að tvennt hefði verið í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Ekki er þó víst að um sama manninn sé að ræða. Í september 2014 sendi Vísir fyrirspurn til Embættis ríkislögreglustjóra um möguleika á því að Íslenskir ríkisborgarar hefðu gengið til liðs við ISIS. Embættinu var ekki kunnugt um það, en skömmu áður hafði danska leyniþjónustan tilkynnt að minnst hundrað Danir hefðu gengið til liðs við samtökin. Nútíminn birti myndband í desember 2014. Þar má sjá áróðursmyndband ISIS sem Íslendingurinn er sagður hafa framleitt. Myndbandið má einnig sjá hér að neðan. Myndbandið byrjar eftir rétt rúma mínútu. Mið-Austurlönd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Skjöl sem sögð eru koma frá Íslamska ríkinu segja til um að Íslendingur hafi gengið til liðs við samtökin. Samkvæmt skjölunum gekk maðurinn til liðs við samtökin á árunum 2013 til 2014. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að slíkum gögnum hefði verið lekið til fjölmiðla en um er að ræða upplýsingar um fjögur þúsund erlenda vígamenn samtakanna sem sagðir eru koma frá 71 landi. Í umfjöllun NBC segir að flestir erlendir vígamenn samtakanna á áðurnefndu tímabili hafi komið frá Sádi-Arabíu, Túnis og Marokkó. Fæstir hafi hins vegar komið frá Íslandi, alls einn. Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Fyrrverandi meðlimur samtakanna er sagður hafa stolið þeim þegar hann flúði frá Sýrlandi. Samkvæmt RÚV, sem sagði fyrst frá málinu hér á landi, leiða skjölin í ljós að erlendir vígamenn ISIS séu betur menntaðir en áður hefur verið talið.Ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er bendlaður við samtökinThe New York Review of Books birti grein fyrir tveimur árum þar sem haft var eftir fyrrverandi vígamanni samtakanna að íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefði gengið í raðir ISIS og framleitt fyrir þá áróðursmyndbönd. Greinin var eftir blaðamanninn Rachel Birke sem ræddi við vígamanninn fyrrverandi. Ættingi mannsins sagði hins vegar í samtali við Vísi að hann hefði verið í Sýrlandi árið 2013. Þar hefði hann fylgt læknum eftir í tíu daga. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Ættingi mannsins segir að tvennt hefði verið í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Ekki er þó víst að um sama manninn sé að ræða. Í september 2014 sendi Vísir fyrirspurn til Embættis ríkislögreglustjóra um möguleika á því að Íslenskir ríkisborgarar hefðu gengið til liðs við ISIS. Embættinu var ekki kunnugt um það, en skömmu áður hafði danska leyniþjónustan tilkynnt að minnst hundrað Danir hefðu gengið til liðs við samtökin. Nútíminn birti myndband í desember 2014. Þar má sjá áróðursmyndband ISIS sem Íslendingurinn er sagður hafa framleitt. Myndbandið má einnig sjá hér að neðan. Myndbandið byrjar eftir rétt rúma mínútu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira