Þurfum að hjálpa þeim út úr skápnum og láta vita að þau eru ekki ein í heiminum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 16:30 Líney Rut Halldórsdóttir, formaður ÍSÍ. vísir/vilhelm Líney Rut Halldórsdóttir, formaður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fagnar þeirri umræðu sem er farin af stað um samkynhneigða íþróttamenn, en vefurinn gayiceland.is hefur opnað verulega á umræðuna með viðtölum við leikmenn og þjálfara. Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Gróttu í Olís-deild kvenna, kom út úr skápnum 26 ára gamall sem leikmaður en mun sjaldgæfara er að karlmenn í íþróttum komi út úr skápnum. Aðeins eru sárafá dæmi um slíkt. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur,“ sagði Kári í viðtali við Akraborgina fyrr í vikunni.Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu.Vísir/ErnirLeggjumst á eitt Kári hefur rætt við ÍSÍ sem hefur sett af stað átak um fræðslu í þessum málum í samstarfi við íþróttafélagið Styrmi og fleiri sem koma að málinu. „Það er ekki hægt að segja að við höfum ekkert gert en við getum klárlega gert meira og staðið okkur betur,“ sagði Líney Rut í Akraborginni á X977 í dag. „Við höfum verið með þetta á borði hjá okkur í smá tíma og reynt að finna leiðir til að gera eitthvað. Það er ekki nóg að gefa út einn bækling. Frá því þessi umræða hófst núna erum við búin að hafa samband við samtökin og við fengum samtal við formann íþróttafélagsins Styrmis.“ „Við ætlum að leggjast öll á eitt og finna leið til að kveða niður þessa fordóma og líka bara að hjálpa til við þessa orðræðu. Þetta er ekkert einskorðað við íþróttahreyfinguna. Almennt þarf bara að breyta því hvernig orðræðan er í dag,“ sagði Líney.Guðjón Valur talaði hreint út í flottu viðtali.mynd/instagramEfla fræðslu Líney segir að fjölmiðlar geti gert mikið til að hjálpa til og bendir hún á viðtalið við Kára og svo annað mjög áhugavert viðtal við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða karlalandsliðsins í handbolta, sem má finna hér. „Þetta hjálpar til að opna og sýna þeim sem ekki eru komnir út úr skápnum að þeir eru ekki einir í heiminum,“ segir Líney Rut. „Það eru kannski minni fordómar en viðkomandi heldur að séu til staðar. Ég heyrði bara á Kára að þegar hann loksins tók þetta skref var það minna mál en hann sjálfur hélt. Vonandi er það þannig allsstaðar,“ en hvað ætlar ÍSÍ að gera? „Við þurfum að hjálpa til að fræða þjálfara og stjórnendur í félögum enn betur um hvernig er hægt að taka á málum og hvernig þeir geta verið betur í stakk búnir og taka á orðbragði sem getur verið meiðandi.“ „Við viljum efla þessa fræðslu innan þjálfaramenntunar okkar. Þar getum við klárlega komið inn efni til að uppfræða og hjálpa til því oft á tíðum er þetta bara fáfræði,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta vill að þjálfarar verði fræddir um samkynhneigð til að taka á málum leikmaður kemur út úr skápnum. 31. mars 2016 12:30 Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Fjöldi íþróttamanna í skápnum Kári Garðarsson þjálfari skorar á ÍSÍ að ræða opinskátt málefni samkynhneigðra. 29. mars 2016 14:02 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, formaður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fagnar þeirri umræðu sem er farin af stað um samkynhneigða íþróttamenn, en vefurinn gayiceland.is hefur opnað verulega á umræðuna með viðtölum við leikmenn og þjálfara. Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Gróttu í Olís-deild kvenna, kom út úr skápnum 26 ára gamall sem leikmaður en mun sjaldgæfara er að karlmenn í íþróttum komi út úr skápnum. Aðeins eru sárafá dæmi um slíkt. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur,“ sagði Kári í viðtali við Akraborgina fyrr í vikunni.Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu.Vísir/ErnirLeggjumst á eitt Kári hefur rætt við ÍSÍ sem hefur sett af stað átak um fræðslu í þessum málum í samstarfi við íþróttafélagið Styrmi og fleiri sem koma að málinu. „Það er ekki hægt að segja að við höfum ekkert gert en við getum klárlega gert meira og staðið okkur betur,“ sagði Líney Rut í Akraborginni á X977 í dag. „Við höfum verið með þetta á borði hjá okkur í smá tíma og reynt að finna leiðir til að gera eitthvað. Það er ekki nóg að gefa út einn bækling. Frá því þessi umræða hófst núna erum við búin að hafa samband við samtökin og við fengum samtal við formann íþróttafélagsins Styrmis.“ „Við ætlum að leggjast öll á eitt og finna leið til að kveða niður þessa fordóma og líka bara að hjálpa til við þessa orðræðu. Þetta er ekkert einskorðað við íþróttahreyfinguna. Almennt þarf bara að breyta því hvernig orðræðan er í dag,“ sagði Líney.Guðjón Valur talaði hreint út í flottu viðtali.mynd/instagramEfla fræðslu Líney segir að fjölmiðlar geti gert mikið til að hjálpa til og bendir hún á viðtalið við Kára og svo annað mjög áhugavert viðtal við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða karlalandsliðsins í handbolta, sem má finna hér. „Þetta hjálpar til að opna og sýna þeim sem ekki eru komnir út úr skápnum að þeir eru ekki einir í heiminum,“ segir Líney Rut. „Það eru kannski minni fordómar en viðkomandi heldur að séu til staðar. Ég heyrði bara á Kára að þegar hann loksins tók þetta skref var það minna mál en hann sjálfur hélt. Vonandi er það þannig allsstaðar,“ en hvað ætlar ÍSÍ að gera? „Við þurfum að hjálpa til að fræða þjálfara og stjórnendur í félögum enn betur um hvernig er hægt að taka á málum og hvernig þeir geta verið betur í stakk búnir og taka á orðbragði sem getur verið meiðandi.“ „Við viljum efla þessa fræðslu innan þjálfaramenntunar okkar. Þar getum við klárlega komið inn efni til að uppfræða og hjálpa til því oft á tíðum er þetta bara fáfræði,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta vill að þjálfarar verði fræddir um samkynhneigð til að taka á málum leikmaður kemur út úr skápnum. 31. mars 2016 12:30 Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Fjöldi íþróttamanna í skápnum Kári Garðarsson þjálfari skorar á ÍSÍ að ræða opinskátt málefni samkynhneigðra. 29. mars 2016 14:02 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta vill að þjálfarar verði fræddir um samkynhneigð til að taka á málum leikmaður kemur út úr skápnum. 31. mars 2016 12:30
Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30
Fjöldi íþróttamanna í skápnum Kári Garðarsson þjálfari skorar á ÍSÍ að ræða opinskátt málefni samkynhneigðra. 29. mars 2016 14:02