Freydís Halla hafði betur gegn Maríu í sviginu | Sturla vann hjá strákunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 20:07 Freydís Halla Einarsdóttir Mynd/Skíðasamband Íslands Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti