Irina: Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2016 06:00 Jón Sigurður Gunnarsson og Irina Sazonova eru Íslandsmeistarar í fjölþraut 2016 og þau unnu einnig tvo Íslandsmeistaratitla á einstökum áhöldum. Vísir/Ernir Ármenningar gátu gengið skælbrosandi út úr Laugabóli í gær enda gátu þeir verið ánægðir með flotta framkvæmd og ekki síst frábæran árangur síns fólks. Þetta hefur verið frábær vetur fyrir fimleikafólk Ármanns og það kristallaðist í níu gullverðlaunum félagsins á Íslandsmótinu um helgina. Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson unnu þrjá Íslandsmeistaratitla hvort en Ármenningarnir Sigurður Andrés Sigurðarson (tvö gull) og Dominiqua Belányi unnu líka titla.Búin að vinna öll mótin á árinu 2016 Jón Sigurður Gunnarsson vann fjölþrautina í fyrsta sinn eins og Irina og hann var sáttur. „Ég er búinn að vera að keppa í þessum flokki í fimm ár og nú er fjölþrautargullið loksins komið í hús. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Jón Sigurður. „Ég er búinn að vinna öll mótin á þessu ári og Irina líka. Það er fullt hús stiga hjá okkur Ármenningum og næst er bara Norðurlandamótið á heimavelli. Á Norðurlandsmótinu fyrir tveimur árum var ég í öðru sæti í hringjum og það væri sætt að ná í gullið núna,” sagði Jón Sigurður. Dominiqua Belányi átti flott Íslandsmót en varð enn á ný að sætta sig við silfrið í fjölþrautinni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Thelma Rut Hermannsdóttir setti fimleikabolinn upp í skáp eftir titil sinn í fyrra en þá hafði hún betur í keppni við Dominiqu. Það var þó ekki komið að Dominiqu því að þessu sinni var Irina Sazonova mætt á sviðið á sínu fyrsta stórmóti hér heima sem íslenskur ríkisborgari. Dominiqua Belányi er þó ekkert að svekkja sig yfir þessari nýtilkomnu samkeppni frá Irinu. „Laugardagurinn var frábær og ég gerði eiginlega mitt besta mót. Ég er sátt, silfur í fjölþraut eins og nokkrum sinnum áður en ég er mjög ánægð með að vinna minn fimmta Íslandsmeistaratitil á tvíslánni,“ sagði Dominiqua og grætur ekki innkomu Irinu.Þurfum bara að spýta í lófana „Hún er einum til tveimur stigum betri en ég. Ég er samt að nálgast hana mikið. Hún er aðeins betri en við en við þurfum bara að spýta í lófana til að ná henni. Þetta er góð samkeppni fyrir okkur hinar stelpurnar,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova var líka brosandi eins og Dominiqua. „Það gekk vel,“ sagði Irina sem er farin að reyna að tala meiri íslensku en áður. Irina Sazonova er á leiðinni til Ríó þar sem hún keppir í undankeppni fyrir ÓL en sú keppni fer fram 16. apríl. Hún ætlar sér til Ríó. „Við sjáum til. Ég þarf að æfa mikið og undirbúa mig vel. Ég þarf að ná 53 stigum,“ segir Irina og bætti svo strax við: „Og ekki detta,“ sagði hún brosandi. „Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana,” sagði Irina. „Irina er á góðu róli og ég hef trú á henni,” segir Jón Sigurður. Irina Sazonova náði 53 stigum þegar hún hjálpaði Ármanni að verða bikarmeistari annað árið í röð en hún var aðeins undir því á Íslandsmótinu um helgina. Það kom ekki í veg fyrir að hún varð Íslandsmeistari Ármanns í kvennaflokki frá því að Sif Pálsdóttir vann 2003. Hún hefur fulla trú á að ná því að verða fyrsta íslenskan konan til sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00 Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00 Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Ármenningar gátu gengið skælbrosandi út úr Laugabóli í gær enda gátu þeir verið ánægðir með flotta framkvæmd og ekki síst frábæran árangur síns fólks. Þetta hefur verið frábær vetur fyrir fimleikafólk Ármanns og það kristallaðist í níu gullverðlaunum félagsins á Íslandsmótinu um helgina. Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson unnu þrjá Íslandsmeistaratitla hvort en Ármenningarnir Sigurður Andrés Sigurðarson (tvö gull) og Dominiqua Belányi unnu líka titla.Búin að vinna öll mótin á árinu 2016 Jón Sigurður Gunnarsson vann fjölþrautina í fyrsta sinn eins og Irina og hann var sáttur. „Ég er búinn að vera að keppa í þessum flokki í fimm ár og nú er fjölþrautargullið loksins komið í hús. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Jón Sigurður. „Ég er búinn að vinna öll mótin á þessu ári og Irina líka. Það er fullt hús stiga hjá okkur Ármenningum og næst er bara Norðurlandamótið á heimavelli. Á Norðurlandsmótinu fyrir tveimur árum var ég í öðru sæti í hringjum og það væri sætt að ná í gullið núna,” sagði Jón Sigurður. Dominiqua Belányi átti flott Íslandsmót en varð enn á ný að sætta sig við silfrið í fjölþrautinni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Thelma Rut Hermannsdóttir setti fimleikabolinn upp í skáp eftir titil sinn í fyrra en þá hafði hún betur í keppni við Dominiqu. Það var þó ekki komið að Dominiqu því að þessu sinni var Irina Sazonova mætt á sviðið á sínu fyrsta stórmóti hér heima sem íslenskur ríkisborgari. Dominiqua Belányi er þó ekkert að svekkja sig yfir þessari nýtilkomnu samkeppni frá Irinu. „Laugardagurinn var frábær og ég gerði eiginlega mitt besta mót. Ég er sátt, silfur í fjölþraut eins og nokkrum sinnum áður en ég er mjög ánægð með að vinna minn fimmta Íslandsmeistaratitil á tvíslánni,“ sagði Dominiqua og grætur ekki innkomu Irinu.Þurfum bara að spýta í lófana „Hún er einum til tveimur stigum betri en ég. Ég er samt að nálgast hana mikið. Hún er aðeins betri en við en við þurfum bara að spýta í lófana til að ná henni. Þetta er góð samkeppni fyrir okkur hinar stelpurnar,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova var líka brosandi eins og Dominiqua. „Það gekk vel,“ sagði Irina sem er farin að reyna að tala meiri íslensku en áður. Irina Sazonova er á leiðinni til Ríó þar sem hún keppir í undankeppni fyrir ÓL en sú keppni fer fram 16. apríl. Hún ætlar sér til Ríó. „Við sjáum til. Ég þarf að æfa mikið og undirbúa mig vel. Ég þarf að ná 53 stigum,“ segir Irina og bætti svo strax við: „Og ekki detta,“ sagði hún brosandi. „Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana,” sagði Irina. „Irina er á góðu róli og ég hef trú á henni,” segir Jón Sigurður. Irina Sazonova náði 53 stigum þegar hún hjálpaði Ármanni að verða bikarmeistari annað árið í röð en hún var aðeins undir því á Íslandsmótinu um helgina. Það kom ekki í veg fyrir að hún varð Íslandsmeistari Ármanns í kvennaflokki frá því að Sif Pálsdóttir vann 2003. Hún hefur fulla trú á að ná því að verða fyrsta íslenskan konan til sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00 Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00 Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00
Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00
Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð