Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 08:58 Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Þar má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands, Bashar al-Assad forseta Sýrlands, Vladimir Putin forseta Rússlands, Petro Poroshenko forseta Úkraínu og Mahmoud Ahmadinejad fyrrverandi forseta Íran. Vísir/Süddeutsche Zeitung. „Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca, einn stofnenda lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Panama sem sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga. Hulunni var svipt af Mossack Fonseca í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan telur á sér brotið með leka á gögnum, sem ná yfir tímabilið 1977 til 2015, en í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um 600 Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Þeirra á meðal er forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Þetta er árás á Panama og hana má rekja til óvilja annarrra þjóða sem kunna illa við hve vel okkur gengur að selja þjónustu okkar til fyrirtækja.“Ekki gert neitt rangt Fonseca lýsir lekanum, sem í er að finna 11,5 milljón skjöl, sem árás á einkalífið og segir fyrirtækið ekki hafa gert neitt rangt. Þýska dagblaðið fékk gögnin í hendur og dreifði til yfir hundrað fréttaveitna um heim allan með skilyrðum um hvenær fjallað yrði um málin. Stjórnmálamenn fengu að kenna á því í gær og voru til að mynda fréttaskýringaþættir á Norðurlöndunum sendir út á sama tíma.Fonseca segir við Reuters að þótt vissulega hafi skjölum verið lekið sé hann takmarkaður. Lögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn Fonseca og segir bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna.Bera ekki ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna Ramon Fonseca sagði fyrirtækið ekki bera ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna sem kaupi þjónustu af þeim. „Við einbeitum okkur að því að byggja upp löglegar lausnir sem við seljum bönkum, lögfræðingum, endurskoðendum og sjóðum, og þeir hafa sína kúnna sem við kunnum engin deili á,“ segir Fonseca. Öllum viðskiptavinum hafi verið greint frá lekanum og hann líti svo á að fyrirtækið sé fórnarlamb í málinu sem sé árás á einkalíf fólks. „Einkalíf fólks eru sjálfsögð mannréttindi en það er fólk í heiminum sem áttar sig ekki á því. Við trúum svo sannarlega á friðhelgi einkalífs og munum áfram sinna þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á.“ Lögmannsstofan svaraði fyrirspurn Guardian svona: „Svo virðist sem þið hafið fengið aðgang að gögnum og upplýsingum án leyfis frá fyrirtæki okkar og hafið unnið með gögnin og birt úr samhengi.“ Í yfirlýsingu segjast stjórnvöld í Panama munu verða samvinnufús komi til þess að rannsókn fari fram sem tengist ásökunum sem komu fram í umfjöllun gærkvöldsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
„Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca, einn stofnenda lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Panama sem sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga. Hulunni var svipt af Mossack Fonseca í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan telur á sér brotið með leka á gögnum, sem ná yfir tímabilið 1977 til 2015, en í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um 600 Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Þeirra á meðal er forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Þetta er árás á Panama og hana má rekja til óvilja annarrra þjóða sem kunna illa við hve vel okkur gengur að selja þjónustu okkar til fyrirtækja.“Ekki gert neitt rangt Fonseca lýsir lekanum, sem í er að finna 11,5 milljón skjöl, sem árás á einkalífið og segir fyrirtækið ekki hafa gert neitt rangt. Þýska dagblaðið fékk gögnin í hendur og dreifði til yfir hundrað fréttaveitna um heim allan með skilyrðum um hvenær fjallað yrði um málin. Stjórnmálamenn fengu að kenna á því í gær og voru til að mynda fréttaskýringaþættir á Norðurlöndunum sendir út á sama tíma.Fonseca segir við Reuters að þótt vissulega hafi skjölum verið lekið sé hann takmarkaður. Lögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn Fonseca og segir bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna.Bera ekki ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna Ramon Fonseca sagði fyrirtækið ekki bera ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna sem kaupi þjónustu af þeim. „Við einbeitum okkur að því að byggja upp löglegar lausnir sem við seljum bönkum, lögfræðingum, endurskoðendum og sjóðum, og þeir hafa sína kúnna sem við kunnum engin deili á,“ segir Fonseca. Öllum viðskiptavinum hafi verið greint frá lekanum og hann líti svo á að fyrirtækið sé fórnarlamb í málinu sem sé árás á einkalíf fólks. „Einkalíf fólks eru sjálfsögð mannréttindi en það er fólk í heiminum sem áttar sig ekki á því. Við trúum svo sannarlega á friðhelgi einkalífs og munum áfram sinna þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á.“ Lögmannsstofan svaraði fyrirspurn Guardian svona: „Svo virðist sem þið hafið fengið aðgang að gögnum og upplýsingum án leyfis frá fyrirtæki okkar og hafið unnið með gögnin og birt úr samhengi.“ Í yfirlýsingu segjast stjórnvöld í Panama munu verða samvinnufús komi til þess að rannsókn fari fram sem tengist ásökunum sem komu fram í umfjöllun gærkvöldsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48