Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 08:58 Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Þar má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands, Bashar al-Assad forseta Sýrlands, Vladimir Putin forseta Rússlands, Petro Poroshenko forseta Úkraínu og Mahmoud Ahmadinejad fyrrverandi forseta Íran. Vísir/Süddeutsche Zeitung. „Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca, einn stofnenda lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Panama sem sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga. Hulunni var svipt af Mossack Fonseca í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan telur á sér brotið með leka á gögnum, sem ná yfir tímabilið 1977 til 2015, en í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um 600 Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Þeirra á meðal er forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Þetta er árás á Panama og hana má rekja til óvilja annarrra þjóða sem kunna illa við hve vel okkur gengur að selja þjónustu okkar til fyrirtækja.“Ekki gert neitt rangt Fonseca lýsir lekanum, sem í er að finna 11,5 milljón skjöl, sem árás á einkalífið og segir fyrirtækið ekki hafa gert neitt rangt. Þýska dagblaðið fékk gögnin í hendur og dreifði til yfir hundrað fréttaveitna um heim allan með skilyrðum um hvenær fjallað yrði um málin. Stjórnmálamenn fengu að kenna á því í gær og voru til að mynda fréttaskýringaþættir á Norðurlöndunum sendir út á sama tíma.Fonseca segir við Reuters að þótt vissulega hafi skjölum verið lekið sé hann takmarkaður. Lögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn Fonseca og segir bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna.Bera ekki ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna Ramon Fonseca sagði fyrirtækið ekki bera ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna sem kaupi þjónustu af þeim. „Við einbeitum okkur að því að byggja upp löglegar lausnir sem við seljum bönkum, lögfræðingum, endurskoðendum og sjóðum, og þeir hafa sína kúnna sem við kunnum engin deili á,“ segir Fonseca. Öllum viðskiptavinum hafi verið greint frá lekanum og hann líti svo á að fyrirtækið sé fórnarlamb í málinu sem sé árás á einkalíf fólks. „Einkalíf fólks eru sjálfsögð mannréttindi en það er fólk í heiminum sem áttar sig ekki á því. Við trúum svo sannarlega á friðhelgi einkalífs og munum áfram sinna þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á.“ Lögmannsstofan svaraði fyrirspurn Guardian svona: „Svo virðist sem þið hafið fengið aðgang að gögnum og upplýsingum án leyfis frá fyrirtæki okkar og hafið unnið með gögnin og birt úr samhengi.“ Í yfirlýsingu segjast stjórnvöld í Panama munu verða samvinnufús komi til þess að rannsókn fari fram sem tengist ásökunum sem komu fram í umfjöllun gærkvöldsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
„Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca, einn stofnenda lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Panama sem sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga. Hulunni var svipt af Mossack Fonseca í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan telur á sér brotið með leka á gögnum, sem ná yfir tímabilið 1977 til 2015, en í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um 600 Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Þeirra á meðal er forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Þetta er árás á Panama og hana má rekja til óvilja annarrra þjóða sem kunna illa við hve vel okkur gengur að selja þjónustu okkar til fyrirtækja.“Ekki gert neitt rangt Fonseca lýsir lekanum, sem í er að finna 11,5 milljón skjöl, sem árás á einkalífið og segir fyrirtækið ekki hafa gert neitt rangt. Þýska dagblaðið fékk gögnin í hendur og dreifði til yfir hundrað fréttaveitna um heim allan með skilyrðum um hvenær fjallað yrði um málin. Stjórnmálamenn fengu að kenna á því í gær og voru til að mynda fréttaskýringaþættir á Norðurlöndunum sendir út á sama tíma.Fonseca segir við Reuters að þótt vissulega hafi skjölum verið lekið sé hann takmarkaður. Lögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn Fonseca og segir bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna.Bera ekki ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna Ramon Fonseca sagði fyrirtækið ekki bera ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna sem kaupi þjónustu af þeim. „Við einbeitum okkur að því að byggja upp löglegar lausnir sem við seljum bönkum, lögfræðingum, endurskoðendum og sjóðum, og þeir hafa sína kúnna sem við kunnum engin deili á,“ segir Fonseca. Öllum viðskiptavinum hafi verið greint frá lekanum og hann líti svo á að fyrirtækið sé fórnarlamb í málinu sem sé árás á einkalíf fólks. „Einkalíf fólks eru sjálfsögð mannréttindi en það er fólk í heiminum sem áttar sig ekki á því. Við trúum svo sannarlega á friðhelgi einkalífs og munum áfram sinna þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á.“ Lögmannsstofan svaraði fyrirspurn Guardian svona: „Svo virðist sem þið hafið fengið aðgang að gögnum og upplýsingum án leyfis frá fyrirtæki okkar og hafið unnið með gögnin og birt úr samhengi.“ Í yfirlýsingu segjast stjórnvöld í Panama munu verða samvinnufús komi til þess að rannsókn fari fram sem tengist ásökunum sem komu fram í umfjöllun gærkvöldsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48