Aldrei ánægður með að tapa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2016 06:00 Geir Sveinsson. vísir/getty -„Þetta snerist aðeins við núna. Á sunnudag vorum við sáttari við seinni hálfleik en þann fyrri en það var á hinn veginn núna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en strákarnir hans voru teknir í bakaríið, 34-27, af Norðmönnum í Þrándheimi í kvöld. Íslenska liðið tapaði því báðum leikjum sínum gegn Noregi en á sunnudag töpuðu strákarnir 29-25. „Það er auðvitað margt jákvætt inn á milli en ég er eðlilega aldrei ánægður með að tapa og hvað þá með sjö marka mun,“ segir Geir en það munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 15-13, en svo hrundi leikur íslenska liðsins eins og spilaborg. Norðmenn náðu mest níu marka forskoti. „Það var þá sem við tókum við okkur og minnkuðum forskotið í fjögur mörk. Við gefum þeim síðan boltann og fáum á okkur allt of mikið af hraðaupphlaupsmörkum.“Leitin að þristaparinu Það vantaði lykilmenn eins og Aron Pálmarsson og Guðjón Val Sigurðsson í þessa leiki og Geir notaði leikina til þess að prófa ýmislegt. „Við erum að leita að pari fyrir miðri vörninni sem hentar best fyrir okkur. Svo keyrðum við mikið á ungum leikmönnum í þessum leikjum og þeir gáfu okkur ákveðin svör. Við prófum Stefán Rafn sem tvist í vörninni líka. Það kom margt jákvætt úr því og ánægjulegt að hafa getað prófað marga hluti í þessum leikjum,“ segir Geir en er hann búinn að finna þristaparið sitt sem stendur í miðri vörninni? „Við spiluðum á öllum þeim kostum sem koma til greina núna í þessum leikjum. Nú skoðum við þetta í rólegheitunum og berum leikina saman. Vonandi gefur það okkur einhverja niðurstöðu.“Engin markvarsla Aron Rafn Eðvarðsson varði ágætlega í fyrri leik liðanna en markvarslan í gær var nánast engin og munar um minna. „Það er klárt að markvarslan hefur verið betri og ég efast um að við höfum verið með tíu varða bolta. Auðvitað spilar varnarleikurinn þar aðeins inn í líka en við fáum samt á okkur 15 mörk í fyrri hálfleik en verjum aðeins þrjú skot.“ Geir var ráðinn aðeins þremur dögum fyrir fyrri leikinn og náði einni æfingu áður en haldið var í leik. Niðurstaðan engu að síður tvö töp gegn liði sem Ísland gat ekki tapað fyrir og hafði ekki tapað fyrir síðan 2008. „Mér finnst ekki sanngjarnt að tala mikið um að þetta séu fyrstu töpin gegn Noregi síðan 2008 því Norðmenn eru með sitt allra besta lið hérna og á leið í undankeppni Ólympíuleikanna. Á móti kemur að það vantar menn í okkar lið og við erum að prófa unga menn og annað. Það er allt önnur hvatning í gangi,“ segir Geir. „Engu að síður þurfum við að skoða okkar stöðu út frá þessum leikjum. Við Óskar Bjarni munum setjast yfir þetta og komast að einhverri niðurstöðu um handboltann hjá liðinu.“Úr leik Íslands og Noregs á EM.vísir/valliGóður liðsandi Geir talaði um þegar hann var ráðinn að menn ættu að vera tilbúnir að fórna sér fyrir landsliðið. Þeir ættu að vera hungraðir í að ná árangri með liðið. „Mér fannst liðsandinn og dugnaðurinn mjög góður. Menn voru að leggja sig fram en við vorum að gera of mörg mistök í þessum leikjum. Við prófuðum marga leikmenn sem hafa ekki of mikla reynslu. Svo vorum við líka að spila við mjög gott lið sem var ekki fjarri því að spila til úrslita á EM.“ Geir fær að halda strákunum út vikuna og mun vera með liðið á æfingum hér heima. Hvað ætlar hann helst að leggja áherslu á? „Þegar maður fær á sig 34 mörk þá gefur auga leið að það þarf að kíkja á varnarleikinn. Hann var langt í frá að vera nógu góður fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks í dag. Svo eru það hraðaupphlaupsmörkin sem við fáum á okkur. Við verðum að finna lausnir á þessu,“ segir Geir sem ætlar ekki að gera neina stórkostlegar breytingar á liðinu. „Það er enginn að spila sig út úr liðinu. Núna fáum við Aron og Guðjón Val á æfingar með okkur. Við nýtum þessa daga til að vinna í því sem við viljum koma á framfæri til strákanna. Það er helst að við viljum spila betri handbolta og það er alls staðar hægt að drepa niður fæti þar.“Snorri meiddist Snorri Steinn Guðjónsson meiddist í leiknum í gær og óttast að hann sé ristarbrotinn. Það þýðir að leikirnir gegn Portúgal í júní um laust sæti á HM gætu verið í uppnámi hjá honum. „Hann gæti verið ristarbrotinn. Það var hugað að honum á staðnum og hann fór síðan upp á sjúkrahús eftir leikinn. Við vonum samt það besta að sjálfsögðu.“ Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjá meira
-„Þetta snerist aðeins við núna. Á sunnudag vorum við sáttari við seinni hálfleik en þann fyrri en það var á hinn veginn núna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en strákarnir hans voru teknir í bakaríið, 34-27, af Norðmönnum í Þrándheimi í kvöld. Íslenska liðið tapaði því báðum leikjum sínum gegn Noregi en á sunnudag töpuðu strákarnir 29-25. „Það er auðvitað margt jákvætt inn á milli en ég er eðlilega aldrei ánægður með að tapa og hvað þá með sjö marka mun,“ segir Geir en það munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 15-13, en svo hrundi leikur íslenska liðsins eins og spilaborg. Norðmenn náðu mest níu marka forskoti. „Það var þá sem við tókum við okkur og minnkuðum forskotið í fjögur mörk. Við gefum þeim síðan boltann og fáum á okkur allt of mikið af hraðaupphlaupsmörkum.“Leitin að þristaparinu Það vantaði lykilmenn eins og Aron Pálmarsson og Guðjón Val Sigurðsson í þessa leiki og Geir notaði leikina til þess að prófa ýmislegt. „Við erum að leita að pari fyrir miðri vörninni sem hentar best fyrir okkur. Svo keyrðum við mikið á ungum leikmönnum í þessum leikjum og þeir gáfu okkur ákveðin svör. Við prófum Stefán Rafn sem tvist í vörninni líka. Það kom margt jákvætt úr því og ánægjulegt að hafa getað prófað marga hluti í þessum leikjum,“ segir Geir en er hann búinn að finna þristaparið sitt sem stendur í miðri vörninni? „Við spiluðum á öllum þeim kostum sem koma til greina núna í þessum leikjum. Nú skoðum við þetta í rólegheitunum og berum leikina saman. Vonandi gefur það okkur einhverja niðurstöðu.“Engin markvarsla Aron Rafn Eðvarðsson varði ágætlega í fyrri leik liðanna en markvarslan í gær var nánast engin og munar um minna. „Það er klárt að markvarslan hefur verið betri og ég efast um að við höfum verið með tíu varða bolta. Auðvitað spilar varnarleikurinn þar aðeins inn í líka en við fáum samt á okkur 15 mörk í fyrri hálfleik en verjum aðeins þrjú skot.“ Geir var ráðinn aðeins þremur dögum fyrir fyrri leikinn og náði einni æfingu áður en haldið var í leik. Niðurstaðan engu að síður tvö töp gegn liði sem Ísland gat ekki tapað fyrir og hafði ekki tapað fyrir síðan 2008. „Mér finnst ekki sanngjarnt að tala mikið um að þetta séu fyrstu töpin gegn Noregi síðan 2008 því Norðmenn eru með sitt allra besta lið hérna og á leið í undankeppni Ólympíuleikanna. Á móti kemur að það vantar menn í okkar lið og við erum að prófa unga menn og annað. Það er allt önnur hvatning í gangi,“ segir Geir. „Engu að síður þurfum við að skoða okkar stöðu út frá þessum leikjum. Við Óskar Bjarni munum setjast yfir þetta og komast að einhverri niðurstöðu um handboltann hjá liðinu.“Úr leik Íslands og Noregs á EM.vísir/valliGóður liðsandi Geir talaði um þegar hann var ráðinn að menn ættu að vera tilbúnir að fórna sér fyrir landsliðið. Þeir ættu að vera hungraðir í að ná árangri með liðið. „Mér fannst liðsandinn og dugnaðurinn mjög góður. Menn voru að leggja sig fram en við vorum að gera of mörg mistök í þessum leikjum. Við prófuðum marga leikmenn sem hafa ekki of mikla reynslu. Svo vorum við líka að spila við mjög gott lið sem var ekki fjarri því að spila til úrslita á EM.“ Geir fær að halda strákunum út vikuna og mun vera með liðið á æfingum hér heima. Hvað ætlar hann helst að leggja áherslu á? „Þegar maður fær á sig 34 mörk þá gefur auga leið að það þarf að kíkja á varnarleikinn. Hann var langt í frá að vera nógu góður fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks í dag. Svo eru það hraðaupphlaupsmörkin sem við fáum á okkur. Við verðum að finna lausnir á þessu,“ segir Geir sem ætlar ekki að gera neina stórkostlegar breytingar á liðinu. „Það er enginn að spila sig út úr liðinu. Núna fáum við Aron og Guðjón Val á æfingar með okkur. Við nýtum þessa daga til að vinna í því sem við viljum koma á framfæri til strákanna. Það er helst að við viljum spila betri handbolta og það er alls staðar hægt að drepa niður fæti þar.“Snorri meiddist Snorri Steinn Guðjónsson meiddist í leiknum í gær og óttast að hann sé ristarbrotinn. Það þýðir að leikirnir gegn Portúgal í júní um laust sæti á HM gætu verið í uppnámi hjá honum. „Hann gæti verið ristarbrotinn. Það var hugað að honum á staðnum og hann fór síðan upp á sjúkrahús eftir leikinn. Við vonum samt það besta að sjálfsögðu.“
Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjá meira