Körfubolti

Óvænt tap Golden State á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Curry í leiknum í nótt.
Curry í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Það kom óvænt bakslag hjá Golden State Warriors í nótt er liðið missti niður sautjáns tiga forystu gegn Minnesota Timberwolves og tapaði svo í framlengingu, 124-117.

Golden State er að reyna að bæta met Chicago Bulls frá 1996 með því að vinna 73 af 82 leikjum sínum þetta tímabilið. Golden State hefur unnið 69 leiki og þarf að vinna alla fjóra síðustu til að bæta metið en þrjá til að jafna það.

Steph Curry átti óvenjuslæman dag en hann hitti úr aðeins sjö af 25 skotum sínum í leiknum og endaði með 21 stig.

Þetta var enn fremur þriðja tap Golden State í vetur fyrir liði sem er neðst í sínum riðli. Áður höfðu meistararnir tapað fyrir Milwaukee og LA Lakers.

Stigahæstur hjá Minnesota var Shabazz Muhammed með 35 stig en um persónulegt met var að ræða. Andrew Wiggins skoraði 32 stig.

San Antonio vann Utah, 88-86, þar sem Kawhi Leonard skoraði sigurkörfuna fimm sekúndum fyrir leikslok. Þetta var 1000. sigur Tim Duncan á ferlinum.

Þetta var 65. sigur San Antonio í vetur en um félagsmet er að ræða.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia - New Orleans 107-93

Toronto - charlotte 96-90

Miami - Detroit 107-89

Atlanta - Phoenix 103-90

Memphis - Chicago 108-92

Milwaukee - Cleveland 80-109

Denver - Oklahoma City 102-124

Utah - San Antonio 86-88

Sacramento - Portland 107-115

Golden State - Minnesota 117-124

LA Clippers - LA Lakers 103-81

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×