Cameron beittur þrýstingi til að taka á skattaskjólum Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2016 09:00 David Cameron hefur áður talað um að beita sér gegn skattaskjólum. Vísir/EPA David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt pressu undanfarna daga til að taka á skattaskjólum í ljósi þess að fjölmargir ríkir einstaklingar hafa nýtt sér eyjur á bresku yfirráðasvæði til að stofna aflandsfélög til að forðast skatta. Þrýstingurinn kemur í kjölfar leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca á Panama-skjölunum svokölluðum, þar sem kemur fram að 100 þúsund aflandsfélög fundust á Bresku Jómfrúaeyjunum. Cameron hefur einnig verið í sviðsljósinu vegna tengsla föður hans, Ians Cameron, við aflandsfélag í skattaskjóli. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin þurfi að taka á skattsvikum. Hann lagði til í ræðu í gær að Bretland myndi setja beinar skattareglur á breskum yfirráðsvæðum til þess að ganga úr skugga um að löndin fylgdu breskum skattareglum. Samkvæmt frétt BBC um málið er talið að Bretland hafi stóru hlutverki að gegna í umræðunni þar sem stór hluti skattaskjóla sé á breskum yfirráðasvæðum, meðal annars á Bresku Jómfrúaeyjunum og Ermarsundseyjunum. Einhver lönd sem hafa tengst aflandseyjum hafa nú þegar hert skattareglur, má þar nefna Sviss, Ermarsundseyjarnar og Lúxemborg, en önnur lönd, meðal annars Panama og Bresku Jómfrúaeyjarnar, hafa verið gagnrýndar fyrir að gera ekki nóg. Í næsta mánuði mun Cameron stýra alþjóðlegum leiðtogafundi í London um skattasvik og skattaskjól. Frá árinu 2009 hafa nú þegar sjö hundruð samningar verið undirritaðir til að ýta undir gagnsæi í skattamálum á alþjóðavettvangi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum þann 6. apríl Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt pressu undanfarna daga til að taka á skattaskjólum í ljósi þess að fjölmargir ríkir einstaklingar hafa nýtt sér eyjur á bresku yfirráðasvæði til að stofna aflandsfélög til að forðast skatta. Þrýstingurinn kemur í kjölfar leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca á Panama-skjölunum svokölluðum, þar sem kemur fram að 100 þúsund aflandsfélög fundust á Bresku Jómfrúaeyjunum. Cameron hefur einnig verið í sviðsljósinu vegna tengsla föður hans, Ians Cameron, við aflandsfélag í skattaskjóli. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin þurfi að taka á skattsvikum. Hann lagði til í ræðu í gær að Bretland myndi setja beinar skattareglur á breskum yfirráðsvæðum til þess að ganga úr skugga um að löndin fylgdu breskum skattareglum. Samkvæmt frétt BBC um málið er talið að Bretland hafi stóru hlutverki að gegna í umræðunni þar sem stór hluti skattaskjóla sé á breskum yfirráðasvæðum, meðal annars á Bresku Jómfrúaeyjunum og Ermarsundseyjunum. Einhver lönd sem hafa tengst aflandseyjum hafa nú þegar hert skattareglur, má þar nefna Sviss, Ermarsundseyjarnar og Lúxemborg, en önnur lönd, meðal annars Panama og Bresku Jómfrúaeyjarnar, hafa verið gagnrýndar fyrir að gera ekki nóg. Í næsta mánuði mun Cameron stýra alþjóðlegum leiðtogafundi í London um skattasvik og skattaskjól. Frá árinu 2009 hafa nú þegar sjö hundruð samningar verið undirritaðir til að ýta undir gagnsæi í skattamálum á alþjóðavettvangi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum þann 6. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32