SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Bjarki Ármannsson skrifar 8. apríl 2016 23:04 Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst. Vísir/EPA Blað var brotið í sögu geimferða í dag þegar SpaceX, einkareknu geimferðafyrirtæki í eigu hins litríka Elon Musk, tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst. Eldflaugin færði Alþjóðageimstöðinni birgðir en tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að taka skref í átt að því að gera ferðalög út í geiminn ódýrari. Alla jafna virka geimferðir þannig að eldflaugar losa sig við óþarfa hluta jafnóðum sem eru einfaldlega látnir hrapa í hafið. Eins og gefur að skilja, er þetta gríðarlega kostnaðarsamt og hefur Musk líkt þessu við það að fleygja nýrri farþegaþotu eftir eina flugferð.Samkvæmt áætlun SpaceX munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu.Mynd/SpaceXSpaceX hefur þannig stefnt að því lengi að draga úr kostnaði með því að endurnýta þessa hluta eldflaugarinnar. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu. Líkt og fyrr segir, hefur tilraunir til að framkvæma þessa áætlun gengið brösuglega til þessa. Hlutarnir lentu ýmist of harkalega á drónanum, ultu um koll eða hreinlega sprungu í tætlur. Í þetta sinn gekk hinsvegar allt upp.Landing from the chase plane pic.twitter.com/2Q5qCaPq9P— SpaceX (@SpaceX) April 8, 2016 Tengdar fréttir Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Blað var brotið í sögu geimferða í dag þegar SpaceX, einkareknu geimferðafyrirtæki í eigu hins litríka Elon Musk, tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst. Eldflaugin færði Alþjóðageimstöðinni birgðir en tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að taka skref í átt að því að gera ferðalög út í geiminn ódýrari. Alla jafna virka geimferðir þannig að eldflaugar losa sig við óþarfa hluta jafnóðum sem eru einfaldlega látnir hrapa í hafið. Eins og gefur að skilja, er þetta gríðarlega kostnaðarsamt og hefur Musk líkt þessu við það að fleygja nýrri farþegaþotu eftir eina flugferð.Samkvæmt áætlun SpaceX munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu.Mynd/SpaceXSpaceX hefur þannig stefnt að því lengi að draga úr kostnaði með því að endurnýta þessa hluta eldflaugarinnar. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu. Líkt og fyrr segir, hefur tilraunir til að framkvæma þessa áætlun gengið brösuglega til þessa. Hlutarnir lentu ýmist of harkalega á drónanum, ultu um koll eða hreinlega sprungu í tætlur. Í þetta sinn gekk hinsvegar allt upp.Landing from the chase plane pic.twitter.com/2Q5qCaPq9P— SpaceX (@SpaceX) April 8, 2016
Tengdar fréttir Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36