David Cameron opnar bókhaldið Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2016 23:49 David Cameron. Vísir/Getty David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, borgaði um 76 þúsund pund í skatt af 200 þúsund pundum sem hann hafði í tekjur frá árinu 2014 til ársins 2015. Þetta kemur fram í upplýsingum sem forsætisráðherrann hefur opinberað í skugga gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans, Ian Cameron, átti í skattaskjóli. Í íslenskum krónum borgaði Cameron því um 13 milljónir í skatt af 34 milljónum sem hann hafði í tekjur, sé miðað við gengi dagsins í dag, á þessu tímabili. Cameron hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki greint frá eign sinni í aflandsfélagi föður síns og viðurkenndi að hann hefði getað gert betur þegar kemur að því að greina frá fjárhagslegum hagsmunum sínum. Hann hélt því þó fram að hafa ávallt greitt skatt af öllum þeim tekjum sem hann hafði af fyrirtækinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Cameron hafa tilkynnt um stofnun nýs aðgerðahóps sem á að rannsaka ásakanir um skattaundanskot breskra ríkisborgara. Í upplýsingunum sem Cameron hefur opinberað kemur fram að hann og eiginkona hans, Samantha Cameron, högnuðust um 19 þúsund pund, sem nemur um 3,2 milljónum íslenskra króna, vegna sölunnar á hlut þeirra í aflandsfélagi föður Camerons, Blairmore Holdings, árið 2010. David Cameron gaf upp 9.500 pund af þeim söluhagnaði til skatts. Upplýsingar um tengsl Camerons við þetta félag fengust í gegnum Panama-gögnin. Þar var að finna nafn föður hans, Ian Cameron, sem hafði verið í viðskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca þegar hann stofnaði aflandsfélagið Blairmore Holdings. Cameron hafði lofað að opinbera gögn um fjármál sín til ársins 2012 en gekk lengra og opinberaði bókhald sitt sem nær yfir síðastliðin sjö ár, eða frá árinu 2009. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30 Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, borgaði um 76 þúsund pund í skatt af 200 þúsund pundum sem hann hafði í tekjur frá árinu 2014 til ársins 2015. Þetta kemur fram í upplýsingum sem forsætisráðherrann hefur opinberað í skugga gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans, Ian Cameron, átti í skattaskjóli. Í íslenskum krónum borgaði Cameron því um 13 milljónir í skatt af 34 milljónum sem hann hafði í tekjur, sé miðað við gengi dagsins í dag, á þessu tímabili. Cameron hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki greint frá eign sinni í aflandsfélagi föður síns og viðurkenndi að hann hefði getað gert betur þegar kemur að því að greina frá fjárhagslegum hagsmunum sínum. Hann hélt því þó fram að hafa ávallt greitt skatt af öllum þeim tekjum sem hann hafði af fyrirtækinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Cameron hafa tilkynnt um stofnun nýs aðgerðahóps sem á að rannsaka ásakanir um skattaundanskot breskra ríkisborgara. Í upplýsingunum sem Cameron hefur opinberað kemur fram að hann og eiginkona hans, Samantha Cameron, högnuðust um 19 þúsund pund, sem nemur um 3,2 milljónum íslenskra króna, vegna sölunnar á hlut þeirra í aflandsfélagi föður Camerons, Blairmore Holdings, árið 2010. David Cameron gaf upp 9.500 pund af þeim söluhagnaði til skatts. Upplýsingar um tengsl Camerons við þetta félag fengust í gegnum Panama-gögnin. Þar var að finna nafn föður hans, Ian Cameron, sem hafði verið í viðskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca þegar hann stofnaði aflandsfélagið Blairmore Holdings. Cameron hafði lofað að opinbera gögn um fjármál sín til ársins 2012 en gekk lengra og opinberaði bókhald sitt sem nær yfir síðastliðin sjö ár, eða frá árinu 2009.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30 Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30
Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15