David Cameron opnar bókhaldið Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2016 23:49 David Cameron. Vísir/Getty David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, borgaði um 76 þúsund pund í skatt af 200 þúsund pundum sem hann hafði í tekjur frá árinu 2014 til ársins 2015. Þetta kemur fram í upplýsingum sem forsætisráðherrann hefur opinberað í skugga gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans, Ian Cameron, átti í skattaskjóli. Í íslenskum krónum borgaði Cameron því um 13 milljónir í skatt af 34 milljónum sem hann hafði í tekjur, sé miðað við gengi dagsins í dag, á þessu tímabili. Cameron hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki greint frá eign sinni í aflandsfélagi föður síns og viðurkenndi að hann hefði getað gert betur þegar kemur að því að greina frá fjárhagslegum hagsmunum sínum. Hann hélt því þó fram að hafa ávallt greitt skatt af öllum þeim tekjum sem hann hafði af fyrirtækinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Cameron hafa tilkynnt um stofnun nýs aðgerðahóps sem á að rannsaka ásakanir um skattaundanskot breskra ríkisborgara. Í upplýsingunum sem Cameron hefur opinberað kemur fram að hann og eiginkona hans, Samantha Cameron, högnuðust um 19 þúsund pund, sem nemur um 3,2 milljónum íslenskra króna, vegna sölunnar á hlut þeirra í aflandsfélagi föður Camerons, Blairmore Holdings, árið 2010. David Cameron gaf upp 9.500 pund af þeim söluhagnaði til skatts. Upplýsingar um tengsl Camerons við þetta félag fengust í gegnum Panama-gögnin. Þar var að finna nafn föður hans, Ian Cameron, sem hafði verið í viðskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca þegar hann stofnaði aflandsfélagið Blairmore Holdings. Cameron hafði lofað að opinbera gögn um fjármál sín til ársins 2012 en gekk lengra og opinberaði bókhald sitt sem nær yfir síðastliðin sjö ár, eða frá árinu 2009. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30 Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, borgaði um 76 þúsund pund í skatt af 200 þúsund pundum sem hann hafði í tekjur frá árinu 2014 til ársins 2015. Þetta kemur fram í upplýsingum sem forsætisráðherrann hefur opinberað í skugga gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans, Ian Cameron, átti í skattaskjóli. Í íslenskum krónum borgaði Cameron því um 13 milljónir í skatt af 34 milljónum sem hann hafði í tekjur, sé miðað við gengi dagsins í dag, á þessu tímabili. Cameron hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki greint frá eign sinni í aflandsfélagi föður síns og viðurkenndi að hann hefði getað gert betur þegar kemur að því að greina frá fjárhagslegum hagsmunum sínum. Hann hélt því þó fram að hafa ávallt greitt skatt af öllum þeim tekjum sem hann hafði af fyrirtækinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Cameron hafa tilkynnt um stofnun nýs aðgerðahóps sem á að rannsaka ásakanir um skattaundanskot breskra ríkisborgara. Í upplýsingunum sem Cameron hefur opinberað kemur fram að hann og eiginkona hans, Samantha Cameron, högnuðust um 19 þúsund pund, sem nemur um 3,2 milljónum íslenskra króna, vegna sölunnar á hlut þeirra í aflandsfélagi föður Camerons, Blairmore Holdings, árið 2010. David Cameron gaf upp 9.500 pund af þeim söluhagnaði til skatts. Upplýsingar um tengsl Camerons við þetta félag fengust í gegnum Panama-gögnin. Þar var að finna nafn föður hans, Ian Cameron, sem hafði verið í viðskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca þegar hann stofnaði aflandsfélagið Blairmore Holdings. Cameron hafði lofað að opinbera gögn um fjármál sín til ársins 2012 en gekk lengra og opinberaði bókhald sitt sem nær yfir síðastliðin sjö ár, eða frá árinu 2009.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30 Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30
Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15