Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2016 13:00 Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit. Mynd/Icelandair Ferðalangar sem vörðu nóttinni í sendiferðabíl sínum fyrir utan Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit í nótt voru kuldalegir í morgun. Ískalt var á norðausturhorninu, og reyndar víðar, og mældist hitinn til dæmis -22,5 stig við Hótel Reykjahlíð. „Þeir komu grátandi hingað inn í morgun, fengu sér kaffi og stungu af frá 800 króna kaffireikningi,“ segir hótelstjórinn Pétur Snæbjörnsson í samtali við Vísi. Fólkið nýtti sér auk þess salernisaðstöðuna áður en það stakk af.Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reykjahlíð.Veltir fyrir sér gistináttagjaldi Pétur segir 800 króna skuldina þó ekki stóra málið. Hann hefur meira út á það að setja hvers vegna sendiferðabílafyrirtækin, sem leigja út svonefnda „campers“, fái að sinna sínum rekstri þann tíma ársins þar sem tjaldstæði eru lokuð. Fyrirtækin sem um ræðir eru orðin ansi mörg, t.d. Kúkú Campers, Happy Campers, Campervan Iceland, Trig Campers, JS Camper Rental og Iceland Mini Campers. Greinilegt er að eftirspurnin eftir þessum ferðamáta er mikil. Á sumrin er gengið út frá því að notendur gisti helst á tjaldstæðum en þau eru langflest lokuð yfir vetrartímann og því þarf að leita annað.Æsa Gísladóttir.Grétu bókstaflega úr kulda Æsa Gísladóttir, hótelstýra á gistiheimilinu Norður-Vík á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í gær vera orðin langþreytt á þessari tegund ferðafólks sem gisti á bílastæðinu, noti salernisaðstöðu, nýti sér nettengingu og biðji jafnvel um að fá eldhúsbúnað lánaðan. Pétur er á svipaðri línu. Hjá honum er nánast daglegt brauð að gist sé á bílastæði við Hótel Reykjahlíð og víðar í sveitinni. Fyrir utan Strax-búðina, við Grjótagjá og í öðrum útskotum. Þá segir Pétur ástandið litlu skárra yfir sumartímann þegar tjaldstæðin eru opin. Það sé hans tilfinning að þetta fólk leggi ekki á tjaldstæðum nema í brýnustu nauðsyn. „Fólk úti um allt land er að berjast við þetta,“ segir Pétur. Ferðalangar kúki á bak við næsta stein en þessa hluti megi hæglega koma í veg fyrir með strangari leiguskilyrðum. Honum finnst campers hugmyndin bráðsnjöll viðskiptahugmynd. Gistihúsaeigendur greiði hins vegar gistináttaskatt og spurning hvort ekki þurfi svipað að koma til hjá campers fyrirtækjunum. Aðspurður segist hann ekki bara taka svo til orða að ferðalangarnir hafi verið grátandi í morgun. „Þau bara grétu úr kulda,„ segir Pétur. „Þó að þessir bílar hafi litlar bensínmiðstöðvar þá eiga þær ekki séns í 20 stiga frost.“Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson (t.h.) eiga KúKú Campers.Með samning við Olís Lárus Guðbjartsson, framkvæmdastjóri hjá Kúkú Campers, segir af og frá að fyrirtækið ráðleggi ferðalöngum að nýta sér aðstöðu gistiheimila á ferð sinni um landið. Farið sé yfir þessi mál ítarlega með viðskiptavinum og þeim ráðlagt að gista á stórum og fjölförnum bílastæðum. Á sumrin sé sérstaklega brýnt fyrir fólki að stunda það ekki að leggja nærri tjaldstæðum án þess að greiða næturgjald og nýta sér svo þjónustu tjaldstæðanna. Það sé siðlaust. „Hvað varðar rusl og klósettferðir biðjum við fólk að nýta sér salernisaðstöðu á bensínstöðvum landsins,“ segir Lárus og vísar í samning sem fyrirtækið gerði við Olís. Þar fá viðskiptavinir afslátt á bensíni og vörum og geti sömuleiðis nýtt sér salernisaðstöðu. Hann kallar eftir aðilum í ferðaþjónustu sem sinni ferðalöngum sem aka um á sendiferðabílum. „Það er orðin þörf á að þjónusta þetta fólk allt árið,“ segir Lárus. Gistiheimilin gætu til dæmis stigið þetta skref og geri eitthvert gistiheimili það þá muni þeir um leið beina viðskiptavinum sínum þangað. Annars finnst honum skrýtið að kvartað sé yfir því að nettengingar séu nýttar í leyfisleysi því lítið mál sé að loka fyrir aðgang að þeim. Það ættu raunar allir að gera enda vilji væntanlega enginn að óboðnir aðilar séu í leyfisleysi á netinu og geti þar hlaðið niður hverju sem er.Kort af heimasíðu KúKú Campers.Kynlíf í guðsgrænni náttúrunni Það er tilfinning Lárusar að 90 prósent viðskiptavina þeirra nýti sér tjaldstæðin. Nú um veturinn eru um 20-30 bílar frá fyrirtækinu í leigu en fjöldi þeirra verður mun meiri yfir sumartímann. Þá sé ósanngjarnt að fullyrða að þetta fólk sé nískt og skilji enga peninga eftir eins og fullyrt hefur verið í umræðuþráðum um skyld mál. Þótt ferðamennirnir spari í gistingu þá versli þeir mat eins og aðrir, fari í hvalaskoðun og þar fram eftir götunum. Þá sé alls ekki ókeypis að leigja sendiferðabíla, það kosti skildinginn. Aðspurður hvort skella ætti gistináttagjaldi á fyrirtækin þegar tjaldstæðin eru ekki opin segist hann fagna allri umræðu. Hún þurfi þó að fara sinn veg í gegnum ráðuneyti og umferðarstofu. Skynsamlegt væri að koma upp fleiri stöðum með kömrum. Svo megi ekki gleyma því að camperarnir leysi ákveðið vandamál. Gisting sé víða fullbókuð yfir sumartímann úti á landi og þannig geti fleiri sótt landið heim. Hann hafi þó alltaf reiknað með því að skýrari rammi myndi myndast utan um starfsemi campers fyrirtækjanna. Þörf sé á umræðunni og hann fagni henni. KúKú Campers hefur vakið töluverða athygli fyrir heimasíðu sína. Þar er meðal annars tekið fram hve auðvelt sé að stunda kynlíf í náttúrunni vegna stærðar landsins samanborið við mannfjölda. Þá fylgir frisbídiskur með hverjum sendiferðabíl. Lárus segir viðskiptin ganga vel en á móti kemur að fyrirtækið þurfi til dæmis að taka hitann í neikvæðum málum á borð við þessu.Þær tegundir bíla sem Campers fyrirtækin bjóða ferðamönnum til leigu.Mynd/Heimasíða Kúkú CampersAðeins dropi í hafið „Go anywhere, sleep anywhere and do anything at incredibly low prices,“ er í kynningartexta fyrirtækisins á heimasíðunni. Af því mættu viðskiptavinir ráða að þeir geti bókstaflega gist hvar sem er, til dæmis fyrir utan gistiheimili og tjaldstæði eða í guðsgrænni náttúrunni. „Þetta er meira spurning um markaðsherferð. Eitt er það sem við segjum á netinu og svo fær fólk önnur skilaboð þegar það mætir til landsins,“ segir Lárus og undirstrikar að farið sé af alvöru yfir það sem máli skiptir við leiguna á bílnum. Þar skipti þó mestu máli öryggismál og tryggingamál er varða bílinn sjálfan. Þá minnir Lárus á að campers flóran sé aðeins dropi í hafið í þeim fjölda bílaleigubíla sem leigður er út á Íslandi er vel á annan tug þúsunda. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ferðalangar sem vörðu nóttinni í sendiferðabíl sínum fyrir utan Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit í nótt voru kuldalegir í morgun. Ískalt var á norðausturhorninu, og reyndar víðar, og mældist hitinn til dæmis -22,5 stig við Hótel Reykjahlíð. „Þeir komu grátandi hingað inn í morgun, fengu sér kaffi og stungu af frá 800 króna kaffireikningi,“ segir hótelstjórinn Pétur Snæbjörnsson í samtali við Vísi. Fólkið nýtti sér auk þess salernisaðstöðuna áður en það stakk af.Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reykjahlíð.Veltir fyrir sér gistináttagjaldi Pétur segir 800 króna skuldina þó ekki stóra málið. Hann hefur meira út á það að setja hvers vegna sendiferðabílafyrirtækin, sem leigja út svonefnda „campers“, fái að sinna sínum rekstri þann tíma ársins þar sem tjaldstæði eru lokuð. Fyrirtækin sem um ræðir eru orðin ansi mörg, t.d. Kúkú Campers, Happy Campers, Campervan Iceland, Trig Campers, JS Camper Rental og Iceland Mini Campers. Greinilegt er að eftirspurnin eftir þessum ferðamáta er mikil. Á sumrin er gengið út frá því að notendur gisti helst á tjaldstæðum en þau eru langflest lokuð yfir vetrartímann og því þarf að leita annað.Æsa Gísladóttir.Grétu bókstaflega úr kulda Æsa Gísladóttir, hótelstýra á gistiheimilinu Norður-Vík á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í gær vera orðin langþreytt á þessari tegund ferðafólks sem gisti á bílastæðinu, noti salernisaðstöðu, nýti sér nettengingu og biðji jafnvel um að fá eldhúsbúnað lánaðan. Pétur er á svipaðri línu. Hjá honum er nánast daglegt brauð að gist sé á bílastæði við Hótel Reykjahlíð og víðar í sveitinni. Fyrir utan Strax-búðina, við Grjótagjá og í öðrum útskotum. Þá segir Pétur ástandið litlu skárra yfir sumartímann þegar tjaldstæðin eru opin. Það sé hans tilfinning að þetta fólk leggi ekki á tjaldstæðum nema í brýnustu nauðsyn. „Fólk úti um allt land er að berjast við þetta,“ segir Pétur. Ferðalangar kúki á bak við næsta stein en þessa hluti megi hæglega koma í veg fyrir með strangari leiguskilyrðum. Honum finnst campers hugmyndin bráðsnjöll viðskiptahugmynd. Gistihúsaeigendur greiði hins vegar gistináttaskatt og spurning hvort ekki þurfi svipað að koma til hjá campers fyrirtækjunum. Aðspurður segist hann ekki bara taka svo til orða að ferðalangarnir hafi verið grátandi í morgun. „Þau bara grétu úr kulda,„ segir Pétur. „Þó að þessir bílar hafi litlar bensínmiðstöðvar þá eiga þær ekki séns í 20 stiga frost.“Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson (t.h.) eiga KúKú Campers.Með samning við Olís Lárus Guðbjartsson, framkvæmdastjóri hjá Kúkú Campers, segir af og frá að fyrirtækið ráðleggi ferðalöngum að nýta sér aðstöðu gistiheimila á ferð sinni um landið. Farið sé yfir þessi mál ítarlega með viðskiptavinum og þeim ráðlagt að gista á stórum og fjölförnum bílastæðum. Á sumrin sé sérstaklega brýnt fyrir fólki að stunda það ekki að leggja nærri tjaldstæðum án þess að greiða næturgjald og nýta sér svo þjónustu tjaldstæðanna. Það sé siðlaust. „Hvað varðar rusl og klósettferðir biðjum við fólk að nýta sér salernisaðstöðu á bensínstöðvum landsins,“ segir Lárus og vísar í samning sem fyrirtækið gerði við Olís. Þar fá viðskiptavinir afslátt á bensíni og vörum og geti sömuleiðis nýtt sér salernisaðstöðu. Hann kallar eftir aðilum í ferðaþjónustu sem sinni ferðalöngum sem aka um á sendiferðabílum. „Það er orðin þörf á að þjónusta þetta fólk allt árið,“ segir Lárus. Gistiheimilin gætu til dæmis stigið þetta skref og geri eitthvert gistiheimili það þá muni þeir um leið beina viðskiptavinum sínum þangað. Annars finnst honum skrýtið að kvartað sé yfir því að nettengingar séu nýttar í leyfisleysi því lítið mál sé að loka fyrir aðgang að þeim. Það ættu raunar allir að gera enda vilji væntanlega enginn að óboðnir aðilar séu í leyfisleysi á netinu og geti þar hlaðið niður hverju sem er.Kort af heimasíðu KúKú Campers.Kynlíf í guðsgrænni náttúrunni Það er tilfinning Lárusar að 90 prósent viðskiptavina þeirra nýti sér tjaldstæðin. Nú um veturinn eru um 20-30 bílar frá fyrirtækinu í leigu en fjöldi þeirra verður mun meiri yfir sumartímann. Þá sé ósanngjarnt að fullyrða að þetta fólk sé nískt og skilji enga peninga eftir eins og fullyrt hefur verið í umræðuþráðum um skyld mál. Þótt ferðamennirnir spari í gistingu þá versli þeir mat eins og aðrir, fari í hvalaskoðun og þar fram eftir götunum. Þá sé alls ekki ókeypis að leigja sendiferðabíla, það kosti skildinginn. Aðspurður hvort skella ætti gistináttagjaldi á fyrirtækin þegar tjaldstæðin eru ekki opin segist hann fagna allri umræðu. Hún þurfi þó að fara sinn veg í gegnum ráðuneyti og umferðarstofu. Skynsamlegt væri að koma upp fleiri stöðum með kömrum. Svo megi ekki gleyma því að camperarnir leysi ákveðið vandamál. Gisting sé víða fullbókuð yfir sumartímann úti á landi og þannig geti fleiri sótt landið heim. Hann hafi þó alltaf reiknað með því að skýrari rammi myndi myndast utan um starfsemi campers fyrirtækjanna. Þörf sé á umræðunni og hann fagni henni. KúKú Campers hefur vakið töluverða athygli fyrir heimasíðu sína. Þar er meðal annars tekið fram hve auðvelt sé að stunda kynlíf í náttúrunni vegna stærðar landsins samanborið við mannfjölda. Þá fylgir frisbídiskur með hverjum sendiferðabíl. Lárus segir viðskiptin ganga vel en á móti kemur að fyrirtækið þurfi til dæmis að taka hitann í neikvæðum málum á borð við þessu.Þær tegundir bíla sem Campers fyrirtækin bjóða ferðamönnum til leigu.Mynd/Heimasíða Kúkú CampersAðeins dropi í hafið „Go anywhere, sleep anywhere and do anything at incredibly low prices,“ er í kynningartexta fyrirtækisins á heimasíðunni. Af því mættu viðskiptavinir ráða að þeir geti bókstaflega gist hvar sem er, til dæmis fyrir utan gistiheimili og tjaldstæði eða í guðsgrænni náttúrunni. „Þetta er meira spurning um markaðsherferð. Eitt er það sem við segjum á netinu og svo fær fólk önnur skilaboð þegar það mætir til landsins,“ segir Lárus og undirstrikar að farið sé af alvöru yfir það sem máli skiptir við leiguna á bílnum. Þar skipti þó mestu máli öryggismál og tryggingamál er varða bílinn sjálfan. Þá minnir Lárus á að campers flóran sé aðeins dropi í hafið í þeim fjölda bílaleigubíla sem leigður er út á Íslandi er vel á annan tug þúsunda.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48