Styttist í sölu grunnreksturs Yahoo og asískra eigna Sæunn Gísladóttir skrifar 30. mars 2016 14:00 Marissa Mayer, forstjóri Yahoo, gæti misst vinnuna ef af sölu grunnreksturs fyrirtækisins verður. Vísir/Getty Forsvarsmenn netfyrirtækisins Yahoo hafa veitt fjárfestum tvær vikur til þess að skila tilboðum í grunnrekstur þess. Þeir hafa þangað til 11. apríl til þess að skila inn tilboði í grunnrekstur fyrirtækisins og eignir þess í Asíu, Alibaba Group Holding og Yahoo Japan. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hafa fjörutíu fyrirtæki sýnt áhuga á hlutanum í fyrirtækinu en forsvarsmenn þess vilja fækka þeim sem sækjast eftir eignarhaldinu. Meðal áhugasamra eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, IAC/InterActiveCorp. og Time Inc. Microsoft bauð Yahoo tilboð um yfirtöku árið 2008 en hefur ekki lengur áhuga á beinni yfirtöku. Stjórnendur Yahoo eru undir mikilli pressu um að koma söluferlinu af stað fyrir sumarið en þá munu hluthafar koma saman og ákveða hvort þeir ætli að skipta út stjórnarmönnum fyrirtækisins. Með því að koma söluferlinu af stað í byrjun apríl er talið að samningar geti náðst í júní eða júlí. Mikil óvissa ríkir um framtíð Marissu Mayer, forstjóra Yahoo, en hún hefur sætt gagnrýni á síðustu mánuðum fyrir hægagang í endurskipulagningu fyrirtækisins. Markaðurinn greindi frá því í lok síðasta árs að ef henni hefði verið sagt upp þá vegna sölu fyrirtækisins fengi hún allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna, í starfslokasamning. Hlutabréfaverð Yahoo hefur hins vegar lækkað töluvert síðan þá og fengi hún nú mun minna, eða 37 milljónir dollara, jafnvirði 4,7 milljarða íslenskra króna. Tengdar fréttir Yahoo segir upp fimmtán prósentum starfsfólks Skrifstofum lokað og stefnt að því að lækka kostnað verulega á þessu ári. 2. febrúar 2016 23:10 Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. 9. desember 2015 09:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forsvarsmenn netfyrirtækisins Yahoo hafa veitt fjárfestum tvær vikur til þess að skila tilboðum í grunnrekstur þess. Þeir hafa þangað til 11. apríl til þess að skila inn tilboði í grunnrekstur fyrirtækisins og eignir þess í Asíu, Alibaba Group Holding og Yahoo Japan. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hafa fjörutíu fyrirtæki sýnt áhuga á hlutanum í fyrirtækinu en forsvarsmenn þess vilja fækka þeim sem sækjast eftir eignarhaldinu. Meðal áhugasamra eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, IAC/InterActiveCorp. og Time Inc. Microsoft bauð Yahoo tilboð um yfirtöku árið 2008 en hefur ekki lengur áhuga á beinni yfirtöku. Stjórnendur Yahoo eru undir mikilli pressu um að koma söluferlinu af stað fyrir sumarið en þá munu hluthafar koma saman og ákveða hvort þeir ætli að skipta út stjórnarmönnum fyrirtækisins. Með því að koma söluferlinu af stað í byrjun apríl er talið að samningar geti náðst í júní eða júlí. Mikil óvissa ríkir um framtíð Marissu Mayer, forstjóra Yahoo, en hún hefur sætt gagnrýni á síðustu mánuðum fyrir hægagang í endurskipulagningu fyrirtækisins. Markaðurinn greindi frá því í lok síðasta árs að ef henni hefði verið sagt upp þá vegna sölu fyrirtækisins fengi hún allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna, í starfslokasamning. Hlutabréfaverð Yahoo hefur hins vegar lækkað töluvert síðan þá og fengi hún nú mun minna, eða 37 milljónir dollara, jafnvirði 4,7 milljarða íslenskra króna.
Tengdar fréttir Yahoo segir upp fimmtán prósentum starfsfólks Skrifstofum lokað og stefnt að því að lækka kostnað verulega á þessu ári. 2. febrúar 2016 23:10 Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. 9. desember 2015 09:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yahoo segir upp fimmtán prósentum starfsfólks Skrifstofum lokað og stefnt að því að lækka kostnað verulega á þessu ári. 2. febrúar 2016 23:10
Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. 9. desember 2015 09:00