Formaður HSÍ: Þannig týnist tíminn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2016 16:26 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Vísir/Valli Þegar Geir Sveinsson var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta voru 69 dagar liðnir frá því að Aron Kristjánsson hætti að loknu EM í Póllandi. Guðmundur sagði að það hefði verið farið vítt og breitt yfir sviðið og rætt við marga aðila, bæði íslenska þjálfara og erlenda. Meðal þeirra sem rætt var við var Ljubomir Vranjes, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. „Það var haft samband við Geir í upphafi,“ sagði Guðmundur. „Við ræddum líka við umboðsmenn og fórum strax að velta fyrir okkur erlendum nöfnum.“ „Eftir það ferli var okkar niðurstaða sú að við þurftum sterkan leiðtoga sem getur hugað að þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í landsliðinu á næstunni. Við vorum að leita að manni sem gæti stýrt þessari vinnu til frambúðar.“ „Vissulega tók þetta lengri tíma en maður ætlaði sér. Við ákváðum að fara rólega af stað og fara breitt yfir sviðið. Síðan þegar maður ætlar að fara að ræða málin nánar þá vill of dragast á svörum. Þannig týnist tíminn, eins og stendur einhversstaðar.“ Guðmundur segist ekki hafa óttast að það væri komið í óefni vegna þess hversu langan tíma ráðningaferlið tók og hversu stutt er í næsta leik en Ísland mætir Noregi ytra á sunnudag. „Það er bara þannig að þegar maður tekur viðræður eins og þessar þá tekur það tíma. Þetta var niðurstaðan eftir þetta ferli og við teljum ekki að við fórum of seint af stað í viðræður við Geir,“ sagði Guðmundur en fram kom á fundinum að HSÍ hafði fyrst samband við Geir fyrir átján dögum síðan. „Ég tel ekki að við séum of seinir núna. Ég talaði alltaf um að þessu yrði lokið fyrir 1. apríl og það stendur.“Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20 Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Þegar Geir Sveinsson var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta voru 69 dagar liðnir frá því að Aron Kristjánsson hætti að loknu EM í Póllandi. Guðmundur sagði að það hefði verið farið vítt og breitt yfir sviðið og rætt við marga aðila, bæði íslenska þjálfara og erlenda. Meðal þeirra sem rætt var við var Ljubomir Vranjes, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. „Það var haft samband við Geir í upphafi,“ sagði Guðmundur. „Við ræddum líka við umboðsmenn og fórum strax að velta fyrir okkur erlendum nöfnum.“ „Eftir það ferli var okkar niðurstaða sú að við þurftum sterkan leiðtoga sem getur hugað að þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í landsliðinu á næstunni. Við vorum að leita að manni sem gæti stýrt þessari vinnu til frambúðar.“ „Vissulega tók þetta lengri tíma en maður ætlaði sér. Við ákváðum að fara rólega af stað og fara breitt yfir sviðið. Síðan þegar maður ætlar að fara að ræða málin nánar þá vill of dragast á svörum. Þannig týnist tíminn, eins og stendur einhversstaðar.“ Guðmundur segist ekki hafa óttast að það væri komið í óefni vegna þess hversu langan tíma ráðningaferlið tók og hversu stutt er í næsta leik en Ísland mætir Noregi ytra á sunnudag. „Það er bara þannig að þegar maður tekur viðræður eins og þessar þá tekur það tíma. Þetta var niðurstaðan eftir þetta ferli og við teljum ekki að við fórum of seint af stað í viðræður við Geir,“ sagði Guðmundur en fram kom á fundinum að HSÍ hafði fyrst samband við Geir fyrir átján dögum síðan. „Ég tel ekki að við séum of seinir núna. Ég talaði alltaf um að þessu yrði lokið fyrir 1. apríl og það stendur.“Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20 Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30
HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00
Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20
Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00