KA er bikarmeistari karla í blaki eftir 3-1 sigur á Þrótti frá Neskaupsstað í Laugardalshöll í dag, en leikurinn var hin mesta skemmtun.
Spennan var mikil í leiknum og jafnt var á öllum tölum framan af fyrsta leikhluta og það þurfti upphækkun til að skera úr um hvort liðið tæki forystuna eftir fyrstu hrinu.
Það varð svo KA sem tók forystuna, en þeir unnu fyrstu hrinuna 28-26 og voru komnir með yfirhöndina. Hrina númer tvö var einnig jöfn og spennandi, en frábær endasprettur tryggði KA sigur, 25-21.
Akureyringarnir voru því komnir í 2-0 og Þróttarar komnir með bakið upp við vegg. Hrina númer þrjú var líkt og hinar tvær, hröð og skemmtileg, en Þróttarar unnu hana, 25-16.
Í fjórðu hrinunni reyndust þeir gulklæddu frá Akureyri sterkari og unnu að lokum fjórðu hrinuna með sjö stiga mun, 25-18, og bikarinn því á leið til Akureyrar.
KA bikarmeistari karla í blaki | Myndir
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn




Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti