Tíu FH-ingar ekki í vandræðum með Þróttara | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2016 18:50 Íslandsmeistarar FH lögðu nýliða Þróttar, 2-0, í riðli fjögur í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en bæði mörk FH-inga komu í fyrri hálfleik. Eftir að Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, var búinn að halda sínum mönnum á lífi framan af leik skoraði FH loks fyrsta markið. Það gerði besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Emil Pálsson, úr vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Bergsveinn Ólafsson, miðvörðurinn öflugi sem kom til FH frá Fjölni í vetur, bætti svo öðru marki FH við á 45. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 2-0. Eftir sex mínútur í seinni hálfleik fékk Guðmann Þórisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spjaldið var nokkuð umdeilt og tóku FH-ingar ekki vel í dóminn eins og sjá má hér. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Þrótturum ekki að skora en FH-ingar voru nær því að bæta við. Kristján Flóki Finnbogason átti skot í innanverða stöngina og Atli Guðnason skot í slána. Lokatölur 2-0 FH-ingar á toppi riðlis fjögur með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki. Þeir eru búnir að vinna rirðilinn því Leiknir Reykjavík getur aðeins náð ellefu stigum. Þrótturum hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa ekki unnið einn af ellefu leikjum liðsins í Fótbolti.net-mótinu, Reykjavíkurmótinu né Lengjubikarnum og aðeins gert eitt jafntefli. Þróttur er búinn að skora þrjú mörk í þessum ellefu leikjum og fá á sig 25. Lengst liðu 670 mínútur á milli marka hjá liðinu og þá er það búið að tapa fyrir þremur 1. deildar liðum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
Íslandsmeistarar FH lögðu nýliða Þróttar, 2-0, í riðli fjögur í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en bæði mörk FH-inga komu í fyrri hálfleik. Eftir að Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, var búinn að halda sínum mönnum á lífi framan af leik skoraði FH loks fyrsta markið. Það gerði besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Emil Pálsson, úr vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Bergsveinn Ólafsson, miðvörðurinn öflugi sem kom til FH frá Fjölni í vetur, bætti svo öðru marki FH við á 45. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 2-0. Eftir sex mínútur í seinni hálfleik fékk Guðmann Þórisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spjaldið var nokkuð umdeilt og tóku FH-ingar ekki vel í dóminn eins og sjá má hér. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Þrótturum ekki að skora en FH-ingar voru nær því að bæta við. Kristján Flóki Finnbogason átti skot í innanverða stöngina og Atli Guðnason skot í slána. Lokatölur 2-0 FH-ingar á toppi riðlis fjögur með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki. Þeir eru búnir að vinna rirðilinn því Leiknir Reykjavík getur aðeins náð ellefu stigum. Þrótturum hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa ekki unnið einn af ellefu leikjum liðsins í Fótbolti.net-mótinu, Reykjavíkurmótinu né Lengjubikarnum og aðeins gert eitt jafntefli. Þróttur er búinn að skora þrjú mörk í þessum ellefu leikjum og fá á sig 25. Lengst liðu 670 mínútur á milli marka hjá liðinu og þá er það búið að tapa fyrir þremur 1. deildar liðum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26