Tíu FH-ingar ekki í vandræðum með Þróttara | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2016 18:50 Íslandsmeistarar FH lögðu nýliða Þróttar, 2-0, í riðli fjögur í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en bæði mörk FH-inga komu í fyrri hálfleik. Eftir að Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, var búinn að halda sínum mönnum á lífi framan af leik skoraði FH loks fyrsta markið. Það gerði besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Emil Pálsson, úr vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Bergsveinn Ólafsson, miðvörðurinn öflugi sem kom til FH frá Fjölni í vetur, bætti svo öðru marki FH við á 45. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 2-0. Eftir sex mínútur í seinni hálfleik fékk Guðmann Þórisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spjaldið var nokkuð umdeilt og tóku FH-ingar ekki vel í dóminn eins og sjá má hér. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Þrótturum ekki að skora en FH-ingar voru nær því að bæta við. Kristján Flóki Finnbogason átti skot í innanverða stöngina og Atli Guðnason skot í slána. Lokatölur 2-0 FH-ingar á toppi riðlis fjögur með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki. Þeir eru búnir að vinna rirðilinn því Leiknir Reykjavík getur aðeins náð ellefu stigum. Þrótturum hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa ekki unnið einn af ellefu leikjum liðsins í Fótbolti.net-mótinu, Reykjavíkurmótinu né Lengjubikarnum og aðeins gert eitt jafntefli. Þróttur er búinn að skora þrjú mörk í þessum ellefu leikjum og fá á sig 25. Lengst liðu 670 mínútur á milli marka hjá liðinu og þá er það búið að tapa fyrir þremur 1. deildar liðum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Íslandsmeistarar FH lögðu nýliða Þróttar, 2-0, í riðli fjögur í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en bæði mörk FH-inga komu í fyrri hálfleik. Eftir að Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, var búinn að halda sínum mönnum á lífi framan af leik skoraði FH loks fyrsta markið. Það gerði besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Emil Pálsson, úr vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Bergsveinn Ólafsson, miðvörðurinn öflugi sem kom til FH frá Fjölni í vetur, bætti svo öðru marki FH við á 45. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 2-0. Eftir sex mínútur í seinni hálfleik fékk Guðmann Þórisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spjaldið var nokkuð umdeilt og tóku FH-ingar ekki vel í dóminn eins og sjá má hér. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Þrótturum ekki að skora en FH-ingar voru nær því að bæta við. Kristján Flóki Finnbogason átti skot í innanverða stöngina og Atli Guðnason skot í slána. Lokatölur 2-0 FH-ingar á toppi riðlis fjögur með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki. Þeir eru búnir að vinna rirðilinn því Leiknir Reykjavík getur aðeins náð ellefu stigum. Þrótturum hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa ekki unnið einn af ellefu leikjum liðsins í Fótbolti.net-mótinu, Reykjavíkurmótinu né Lengjubikarnum og aðeins gert eitt jafntefli. Þróttur er búinn að skora þrjú mörk í þessum ellefu leikjum og fá á sig 25. Lengst liðu 670 mínútur á milli marka hjá liðinu og þá er það búið að tapa fyrir þremur 1. deildar liðum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26