Eini skíðarekstrarfræðingur landsins starfar á Akureyri Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 12:00 Guðmundur Karl lærði skíðarekstrarfræði í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. mynd/inspired by iceland „Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri. Skíðasvæði Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
„Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri.
Skíðasvæði Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira