Viðskipti erlent

Credit Suisse segir upp tvö þúsund manns

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bankinn tilkynnti um uppsögn fjögur þúsund starfsmanna fyrr á árinu.
Bankinn tilkynnti um uppsögn fjögur þúsund starfsmanna fyrr á árinu.
Credit Suisse bankinn hefur tilkynnt um niðurskurð tvö þúsund starfa í alþjóðamarkaðsdeild sinni. 

Niðurskurðurinn bætist ofan á þau fjögur þúsund störf sem nú þegar er búið að tilkynna um. Bankinn áætlar að með honum geti hann sparað 5,4 til 6,6 milljarða dollara, 680 til 830 milljarða íslenskra króna, fyrir lok árs 2018. Nú þegar hefur 2.800 manns verið sagt upp.

Gengi hlutabréfa í Credit Suisse hækkaði um 2,1 prósent í morgun eftir tilkynninguna.

Eins og Vísir greindi frá hafa bankar á síðustu tólf mánuðum tilkynnt um niðurskurð 140 þúsund starfa á komandi árum.


Tengdar fréttir

Rúmlega 140 þúsund uppsagnir á einu ári

Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna tilkynntu um fjölda uppsagna á síðastliðnu ári. Síðast var tilkynnt að leggja ætti niður þúsund stöðugildi hjá RBS á komandi misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×