Najim Laachraoui er talinn vera sprengjugerðarmaður hópsins og náðist á mynd á Zaventem flugvellinum ásamt tveimur bræðrum sem sprengdu sig í loft upp. Laachraoui er sagður hafa flúið frá flugvellinum eftir að sprengjuvesti hans sprakk ekki.
Vestið fannst á flugvellinum í gær og var sprengt af sprengjusveitum lögreglunnar. Laachraoui er einnig talinn hafa búið til sprengjurnar sem notaðar voru til árásanna í París í nóvember. Erfðaefni hans fannst á sprengjuvestum í Bataclan.
Ríkissaksóknari Belgíu mun halda blaðamannafund á eftir og talið er að hann muni koma að handtökunni í máli sínu.