Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2016 12:09 Wells, til vinstri, ásamt félaga sínum, Joseph Empey, sem særðist einnig í árásunum í Brussel. Mynd/Samsett Hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mason Wells, trúboði af Mormónatrú, særðist í hryðjuverkaárásinni á Zaventem-flugvellinum í Brussel í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wells upplifir hryðjuverk. Hann var á vettvangi sprengjuárásinnar sem gerð var á Boston-maraþonið árið 2013 auk þess sem hann var staddur í París í nóvember þegar árásirnar voru gerðar þar. Í gær var Wells á ferð með félögum sínum úr Mormónakirkjunni, Bandaríkjamönnunum Richard Norby og Joseph Empey. Voru þeir að skutla frönskum kollega sínum á flugvöllinn þegar árásin var gerð. Særðist Wells í árásinni en haft er eftir fjölskylduvini að hann hafi brunnið á andliti en mestur skaði hafi orðið í kringum læri hans og ökkla. Það er býsna ótrúlegt en Wells var einnig staddur á vettvangi þegar tvær sprengjur sprungu við endamark Boston-maraþonsins í apríl 2013 þar sem þrír fórust og 264 slösuðust. Tók móðir hans þátt í maraþoninu og var hann staddur þar til að fylgjast með henni. „Hann var ansi nálægt,“ segir Scott Bond, biskup Mormónakirkju Wells um staðsetningu Wells þegar sprengjurnar sprungu í Boston. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið svo nálægt slíkum árásum í tvígang. Ef að það er einhver sem getur þolað þetta er það hann. Hann er ótrúlegur ungur maður.“ Hryðjuverkin virðast elta Wells en hann var einnig staddur í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þar í nóvember á síðasta ári, ólíkt seinni tveimur árásunum sem Wells upplifði var hann þó staddur í öðru hverfi þegar árásarmennirnir í París létu til skarar skríða. Í samtali við fréttastofu ABC sagði faðir Wells að ótrúlegt væri að sonur sinn hafi upplifað þrjár hryðjuverkaárásir. Sagði hann að heimurinn væri hættulegur og því miður væru ekki allir íbúar hans ástríkir og friðelskandi. Staðfest hefur verið að 33 létust í hryðjuverkaárásunum þremur í Brussel í gær og að rúmlega 200 séu særðir. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mason Wells, trúboði af Mormónatrú, særðist í hryðjuverkaárásinni á Zaventem-flugvellinum í Brussel í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wells upplifir hryðjuverk. Hann var á vettvangi sprengjuárásinnar sem gerð var á Boston-maraþonið árið 2013 auk þess sem hann var staddur í París í nóvember þegar árásirnar voru gerðar þar. Í gær var Wells á ferð með félögum sínum úr Mormónakirkjunni, Bandaríkjamönnunum Richard Norby og Joseph Empey. Voru þeir að skutla frönskum kollega sínum á flugvöllinn þegar árásin var gerð. Særðist Wells í árásinni en haft er eftir fjölskylduvini að hann hafi brunnið á andliti en mestur skaði hafi orðið í kringum læri hans og ökkla. Það er býsna ótrúlegt en Wells var einnig staddur á vettvangi þegar tvær sprengjur sprungu við endamark Boston-maraþonsins í apríl 2013 þar sem þrír fórust og 264 slösuðust. Tók móðir hans þátt í maraþoninu og var hann staddur þar til að fylgjast með henni. „Hann var ansi nálægt,“ segir Scott Bond, biskup Mormónakirkju Wells um staðsetningu Wells þegar sprengjurnar sprungu í Boston. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið svo nálægt slíkum árásum í tvígang. Ef að það er einhver sem getur þolað þetta er það hann. Hann er ótrúlegur ungur maður.“ Hryðjuverkin virðast elta Wells en hann var einnig staddur í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þar í nóvember á síðasta ári, ólíkt seinni tveimur árásunum sem Wells upplifði var hann þó staddur í öðru hverfi þegar árásarmennirnir í París létu til skarar skríða. Í samtali við fréttastofu ABC sagði faðir Wells að ótrúlegt væri að sonur sinn hafi upplifað þrjár hryðjuverkaárásir. Sagði hann að heimurinn væri hættulegur og því miður væru ekki allir íbúar hans ástríkir og friðelskandi. Staðfest hefur verið að 33 létust í hryðjuverkaárásunum þremur í Brussel í gær og að rúmlega 200 séu særðir.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14