Fórnarlömb árásanna frá 40 þjóðum Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2016 14:00 Umfangsmikil leit stendur yfir í Brussel. Vísir/AFP Það sem við vitum Sprengjur voru sprengdar á Zavantem flugvellinum og í lest við Maelbeek lestarstöðina í gærmorgun. Minnst 31 lét lífið. Þar af ellefu á flugvellinum og tuttugu í lestinni. Um 270 eru særðir og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir. Bræðurnir Khalid og Ibrahim el-Bakraoui eru sagðir hafa sprengt sig í loft upp. Ibrahim á flugvellinum og Khalid í lestinni. Ekki er búið að bera kennsl á annan sprengjumanninn á flugvellinum. Bræðurnir fæddust báðir í Belgíu og eiga langan sakaferil að baki. Najim Laachraoui, sem talinn er vera sprengjugerðamaður hópsins, gengur enn laus. Hann var þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum en flúði þegar sprengja hans sprakk ekki. Miðlar í Belgíu birtu í morgun fréttir um að hann hefði verið handtekinn en þær voru dregnar til baka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Sprengjugerðarbúnaður fannst í íbúð í borginni og var þar mikið magn af sprengiefni, nöglum, skrúfum og fleira. Fáni ISIS fannst einnig þar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast um Evrópu. Hryðjuverkasamtök skipuleggi að fremja frekari hryðjuverk í náinni framtíð. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa nú yfir í Belgíu og hafa leitir verið framkvæmdar víða. Ríkissaksóknari Belgíu segir minnst 31 vera látinn vegna árásanna í Brussel í gær og að um 270 hafi særst. Mögulegt er að tala látinna muni hækka, þar sem nokkrir einstaklingar eru enn týndir og erfitt hefur reynst að bera kennsl á lík úr lestinni við Maelbeek stöðina.Sjá einnig: Myndir frá árásunum í Brussel Þeir þrír sem gerðu árásirnar á flugvellinum fóru þangað með leigubíl, en bílstjórinn gat bent lögreglunni á hvar hann tók þá upp í bíl sinn.Frederic Van Leeuw segir að þar hafi lögreglan fundið fundið fartölvu Ibrahim el-Bakjraoui. Þar hafi hann skrifað að hann teldi lögregluna vera að leita að sér og að hann vildi ekki fara í fangelsi.Árásirnar í Brussel tengjast árásunum í París í nóvember.Vísir/GraphicNewsVan Leeuw sagði tvo hafa verið handtekna vegna rannsóknarinnar, en að öðrum þeirra hefði verið sleppt.Tengjast árásunum í París Lögreglan leitar nú að Najim Laachraoui, en hann er talinn hafa verið þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum. Það hefur ekki verið staðfest af lögreglu, en fjölmiðlar ganga út frá því að svo sé. Laachraoui er einnig talinn hafa gert sprengjur fyrir árásarmennina í París. Undanfarna daga hefur hann verið á flótta undan lögreglu, eftir að gert var áhlaup á íbúð sem hann var í ásamt Salah Abdeslam, sem tók þátt í árásunum í París. Samkvæmt AFP fréttaveitunni tilheyra látnir og særðir um 40 þjóðum. Þeir komi frá Norður og Suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Þá særðust fjórir starfsmenn framkvæmdatjórnar ESB. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00 Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09 Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Það sem við vitum Sprengjur voru sprengdar á Zavantem flugvellinum og í lest við Maelbeek lestarstöðina í gærmorgun. Minnst 31 lét lífið. Þar af ellefu á flugvellinum og tuttugu í lestinni. Um 270 eru særðir og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir. Bræðurnir Khalid og Ibrahim el-Bakraoui eru sagðir hafa sprengt sig í loft upp. Ibrahim á flugvellinum og Khalid í lestinni. Ekki er búið að bera kennsl á annan sprengjumanninn á flugvellinum. Bræðurnir fæddust báðir í Belgíu og eiga langan sakaferil að baki. Najim Laachraoui, sem talinn er vera sprengjugerðamaður hópsins, gengur enn laus. Hann var þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum en flúði þegar sprengja hans sprakk ekki. Miðlar í Belgíu birtu í morgun fréttir um að hann hefði verið handtekinn en þær voru dregnar til baka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Sprengjugerðarbúnaður fannst í íbúð í borginni og var þar mikið magn af sprengiefni, nöglum, skrúfum og fleira. Fáni ISIS fannst einnig þar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast um Evrópu. Hryðjuverkasamtök skipuleggi að fremja frekari hryðjuverk í náinni framtíð. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa nú yfir í Belgíu og hafa leitir verið framkvæmdar víða. Ríkissaksóknari Belgíu segir minnst 31 vera látinn vegna árásanna í Brussel í gær og að um 270 hafi særst. Mögulegt er að tala látinna muni hækka, þar sem nokkrir einstaklingar eru enn týndir og erfitt hefur reynst að bera kennsl á lík úr lestinni við Maelbeek stöðina.Sjá einnig: Myndir frá árásunum í Brussel Þeir þrír sem gerðu árásirnar á flugvellinum fóru þangað með leigubíl, en bílstjórinn gat bent lögreglunni á hvar hann tók þá upp í bíl sinn.Frederic Van Leeuw segir að þar hafi lögreglan fundið fundið fartölvu Ibrahim el-Bakjraoui. Þar hafi hann skrifað að hann teldi lögregluna vera að leita að sér og að hann vildi ekki fara í fangelsi.Árásirnar í Brussel tengjast árásunum í París í nóvember.Vísir/GraphicNewsVan Leeuw sagði tvo hafa verið handtekna vegna rannsóknarinnar, en að öðrum þeirra hefði verið sleppt.Tengjast árásunum í París Lögreglan leitar nú að Najim Laachraoui, en hann er talinn hafa verið þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum. Það hefur ekki verið staðfest af lögreglu, en fjölmiðlar ganga út frá því að svo sé. Laachraoui er einnig talinn hafa gert sprengjur fyrir árásarmennina í París. Undanfarna daga hefur hann verið á flótta undan lögreglu, eftir að gert var áhlaup á íbúð sem hann var í ásamt Salah Abdeslam, sem tók þátt í árásunum í París. Samkvæmt AFP fréttaveitunni tilheyra látnir og særðir um 40 þjóðum. Þeir komi frá Norður og Suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Þá særðust fjórir starfsmenn framkvæmdatjórnar ESB.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00 Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09 Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00
Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09
Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16