NBA-leikmaðurinn skráði sig í HeForShe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 15:30 Pétur Guðmundsson skráir sig á fundinum í dag. Hér er hann með Ingu Dóru Pétursdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi og Hannesi Jónssyni, formannni KKÍ. Vísir/Ernir Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Á fundinum var talað um nýtt samstarfsverkefni þar sem Körfuknattleiksamband Íslands, Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Pétur var kallaður upp á fundinum þar sem hann skráði sig sem HeForShe á www.heforshe.is en það gerði hann í gegnum spjaldtölvu í pontu. Markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildar karla skráðu sig sem HeForShe á kynningarfundi karladeildarinnar en að þessu sinni voru það þjálfarar liðanna fjögurra sem komust í úrslitakeppnina en það eru allt karlar. Pétur Guðmundsson spilaði í NBA-deildinni með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1988 en á að baki alls 150 leiki í deildinni þar af 20 þeirra í byrjunarliði. Pétur varð fyrsti Evrópuleikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni, það er leikmaður sem er fæddur í Evrópu. Hann var valinn af liði Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur skoraði flest stig í leik með Los Angeles Lakers tímabilið 1985-86 en hann var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í leik. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikið með niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Á fundinum var talað um nýtt samstarfsverkefni þar sem Körfuknattleiksamband Íslands, Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Pétur var kallaður upp á fundinum þar sem hann skráði sig sem HeForShe á www.heforshe.is en það gerði hann í gegnum spjaldtölvu í pontu. Markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildar karla skráðu sig sem HeForShe á kynningarfundi karladeildarinnar en að þessu sinni voru það þjálfarar liðanna fjögurra sem komust í úrslitakeppnina en það eru allt karlar. Pétur Guðmundsson spilaði í NBA-deildinni með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1988 en á að baki alls 150 leiki í deildinni þar af 20 þeirra í byrjunarliði. Pétur varð fyrsti Evrópuleikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni, það er leikmaður sem er fæddur í Evrópu. Hann var valinn af liði Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur skoraði flest stig í leik með Los Angeles Lakers tímabilið 1985-86 en hann var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í leik. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikið með niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira