Gagnrýnir stefnu Cruz og Trump Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. mars 2016 22:29 Hillary Clinton tjáði sig um árásirnar í Brussel í ræðu sem hún hélt í Stanford háskóla í dag. Visir/Getty Demókratinn Hillary Clinton, og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það mikilvægt eftir hryðjuverkaárásirnar á Brussel að vera ríkjum Evrópu innan handar. Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt í dag í Stanford háskóla í Kaliforníu. „Evrópskir bandamenn okkar stóðu með okkur eftir 11. september. Nú er komið að okkur að endurgjalda þann greiða“. Clinton gagnrýndi helsta mótherja sinn, Donald Trump, harðlega fyrir þær hugmyndir hans að Bandaríkin ættu að fjarlægja sig frá stefnu Nato og lögleiða á ný pyntingar við pólitískar yfirheyrslur. Þá sagði hún mikilvægt að leita ráða til bandamanna sinna á meðal arabaþjóða í baráttunni við ISIS. Hillary sagði einnig að endurskoða þyrfti allar öryggisráðstafanir á flugvöllum og almenningsstöðum sem þykja líklegar staðsetningar til árása. Þetta er allt önnur viðbrögð við árásunum í Brussel en mótherjar hennar í Repúblíkanaflokknum sýndu. Ted Cruz stakk til dæmis upp á því í gær að auka löggæslu í þeim hverfum Bandaríkjana þar sem múslimar eru í meirihluta. Clinton gagnrýndi þá hugmynd harðlega. Sagði hana siðferðislega ranga og hættulega og að það svipaði til þess að koma fram við bandaríska múslima sem glæpamenn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir „Þeir mega höggva af okkur höfuðið en við megum ekki nota vatnspyntingar“ Repúblíkanar í forsetaframboði vilja aukið eftirlit í múslimskum hverfum. Donald Trump vill breytingar á pyntingarlögum pólitískra fanga. 22. mars 2016 22:10 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Clinton vinsælust meðal Íslendinga Tæplega 53 prósent Íslendinga myndu kjósa Hillary Clinton til embættis forseta Bandaríkjanna. 23. mars 2016 11:01 Trump segir múslimum að gera meira til að stöðva hryðjuverk Hefur verið harðlega gagnrýndur af yfirvöldum í Bretlandi og bandarískum múslimum. 23. mars 2016 16:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Demókratinn Hillary Clinton, og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það mikilvægt eftir hryðjuverkaárásirnar á Brussel að vera ríkjum Evrópu innan handar. Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt í dag í Stanford háskóla í Kaliforníu. „Evrópskir bandamenn okkar stóðu með okkur eftir 11. september. Nú er komið að okkur að endurgjalda þann greiða“. Clinton gagnrýndi helsta mótherja sinn, Donald Trump, harðlega fyrir þær hugmyndir hans að Bandaríkin ættu að fjarlægja sig frá stefnu Nato og lögleiða á ný pyntingar við pólitískar yfirheyrslur. Þá sagði hún mikilvægt að leita ráða til bandamanna sinna á meðal arabaþjóða í baráttunni við ISIS. Hillary sagði einnig að endurskoða þyrfti allar öryggisráðstafanir á flugvöllum og almenningsstöðum sem þykja líklegar staðsetningar til árása. Þetta er allt önnur viðbrögð við árásunum í Brussel en mótherjar hennar í Repúblíkanaflokknum sýndu. Ted Cruz stakk til dæmis upp á því í gær að auka löggæslu í þeim hverfum Bandaríkjana þar sem múslimar eru í meirihluta. Clinton gagnrýndi þá hugmynd harðlega. Sagði hana siðferðislega ranga og hættulega og að það svipaði til þess að koma fram við bandaríska múslima sem glæpamenn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir „Þeir mega höggva af okkur höfuðið en við megum ekki nota vatnspyntingar“ Repúblíkanar í forsetaframboði vilja aukið eftirlit í múslimskum hverfum. Donald Trump vill breytingar á pyntingarlögum pólitískra fanga. 22. mars 2016 22:10 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Clinton vinsælust meðal Íslendinga Tæplega 53 prósent Íslendinga myndu kjósa Hillary Clinton til embættis forseta Bandaríkjanna. 23. mars 2016 11:01 Trump segir múslimum að gera meira til að stöðva hryðjuverk Hefur verið harðlega gagnrýndur af yfirvöldum í Bretlandi og bandarískum múslimum. 23. mars 2016 16:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
„Þeir mega höggva af okkur höfuðið en við megum ekki nota vatnspyntingar“ Repúblíkanar í forsetaframboði vilja aukið eftirlit í múslimskum hverfum. Donald Trump vill breytingar á pyntingarlögum pólitískra fanga. 22. mars 2016 22:10
Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04
Clinton vinsælust meðal Íslendinga Tæplega 53 prósent Íslendinga myndu kjósa Hillary Clinton til embættis forseta Bandaríkjanna. 23. mars 2016 11:01
Trump segir múslimum að gera meira til að stöðva hryðjuverk Hefur verið harðlega gagnrýndur af yfirvöldum í Bretlandi og bandarískum múslimum. 23. mars 2016 16:41