Federer meiddist við það að gera baðið klárt fyrir dætur sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 11:00 Roger Federer eiginkonan Mirka Vavrinec og tvíburadæturnar Myla Rose og Charlene Riva. Vísir/Getty Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð. Tennis Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð.
Tennis Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira