Federer meiddist við það að gera baðið klárt fyrir dætur sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 11:00 Roger Federer eiginkonan Mirka Vavrinec og tvíburadæturnar Myla Rose og Charlene Riva. Vísir/Getty Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð. Tennis Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira
Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð.
Tennis Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira