Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2016 21:00 Vísir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“ MMA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“
MMA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira