Fleiri árásir voru í bígerð Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. mars 2016 07:00 Sprengjueyðingarsveit lögreglunnar í Brussel vinnur að því að eyðileggja sprengibúnað í bakpoka á sporvagnsstöð skammt frá Meiser-torgi. Nordicphotos/AFP Tólf manns, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og París, hafa síðan á fimmtudag verið handteknir. Níu í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Ljóst þykir orðið að árásirnar í París í nóvember og árásirnar í Brussel nú í vikunni hafi verið skipulagðar og framkvæmdar af sama hópnum, af mönnum sem flestir hafa alist upp í Brussel eða verið með tengsl þangað. Þá hefur verið upplýst að í tengslum við handtökurnar í gær og á fimmtudag hafi lögreglunni í Belgíu og Frakklandi tekist að koma í veg fyrir nýja árás, sem til stóð að gera í París á næstunni. FranÇois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær, að þar með hafi hryðjuverkahópurinn, sem stóð að árásunum í París í nóvember og í Brussel nú í vikunni, verið tekinn úr umferð. Hins vegar sé enn hætta á ferðum: „Við vitum að það eru fleiri hópar,“ sagði hann. Sprengingar heyrðust þegar lögreglan í Brussel lét til skarar skríða við sporvagnsstöð nálægt Meiser-torgi í Schaarbeek-hverfi borgarinnar í gær. Einn særðist þegar lögregla skaut á hann. Hann var með bakpoka sem reyndist innihalda sprengibúnað, og tókst að leggja hann yfir sporvagnsteinana. Sprengjunni var eytt. Þá er komið í ljós að lögreglu í Belgíu hafi fyrir nokkrum mánuðum borist gögn um Salah Abdeslam, sem hefðu getað leitt til handtöku hans. Hann var samt ekki handtekinn fyrr en föstudaginn 18. mars, fyrir rúmri viku. Fjórum dögum síðar gerðu þrír félagar hans sjálfsvígsárásir á Zaventem-flugvellinum í Brussel og Maelbeek-lestarstöðinni. Sprengingarnar kostuðu 31 mann lífið. Abdeslam var samvinnuþýður í yfirheyrslum fram að árásunum á þriðjudag. Eftir það hefur hann engar upplýsingar viljað gefa, að því er Koen Geens dómsmálaráðherra segir. Geens viðurkenndi á fimmtudag að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka ekki Ibrahim el Bakraoui þegar upplýsingar um hann bárust í júní á síðasta ári frá lögreglunni í Tyrklandi. Hann hafði verið handtekinn þar, grunaður um að hafa barist með Íslamska ríkinu í Sýrlandi, og sendur til Belgíu. Nú er einnig komið í ljós að Najim Laachraoui hafi ekki horfið af vettvangi árásarinnar á flugvellinum á þriðjudag, eins og yfirvöld héldu fram í fyrstu, heldur hafi hann sprengt sig þar ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum. gudsteinn@frettabladid.isSjálfsvígsárásarmennirnir á flugvellinum í Brussel á þriðjudag. Sá ljósklæddi með húfuna hefur ekki verið nafngreindur, en skildi sprengju sína eftir og komst undan. Hinir tveir sprengdu sig.Nordicphotos/AFP Hryðjuverk í Brussel Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25 Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16 Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Tólf manns, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og París, hafa síðan á fimmtudag verið handteknir. Níu í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Ljóst þykir orðið að árásirnar í París í nóvember og árásirnar í Brussel nú í vikunni hafi verið skipulagðar og framkvæmdar af sama hópnum, af mönnum sem flestir hafa alist upp í Brussel eða verið með tengsl þangað. Þá hefur verið upplýst að í tengslum við handtökurnar í gær og á fimmtudag hafi lögreglunni í Belgíu og Frakklandi tekist að koma í veg fyrir nýja árás, sem til stóð að gera í París á næstunni. FranÇois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær, að þar með hafi hryðjuverkahópurinn, sem stóð að árásunum í París í nóvember og í Brussel nú í vikunni, verið tekinn úr umferð. Hins vegar sé enn hætta á ferðum: „Við vitum að það eru fleiri hópar,“ sagði hann. Sprengingar heyrðust þegar lögreglan í Brussel lét til skarar skríða við sporvagnsstöð nálægt Meiser-torgi í Schaarbeek-hverfi borgarinnar í gær. Einn særðist þegar lögregla skaut á hann. Hann var með bakpoka sem reyndist innihalda sprengibúnað, og tókst að leggja hann yfir sporvagnsteinana. Sprengjunni var eytt. Þá er komið í ljós að lögreglu í Belgíu hafi fyrir nokkrum mánuðum borist gögn um Salah Abdeslam, sem hefðu getað leitt til handtöku hans. Hann var samt ekki handtekinn fyrr en föstudaginn 18. mars, fyrir rúmri viku. Fjórum dögum síðar gerðu þrír félagar hans sjálfsvígsárásir á Zaventem-flugvellinum í Brussel og Maelbeek-lestarstöðinni. Sprengingarnar kostuðu 31 mann lífið. Abdeslam var samvinnuþýður í yfirheyrslum fram að árásunum á þriðjudag. Eftir það hefur hann engar upplýsingar viljað gefa, að því er Koen Geens dómsmálaráðherra segir. Geens viðurkenndi á fimmtudag að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka ekki Ibrahim el Bakraoui þegar upplýsingar um hann bárust í júní á síðasta ári frá lögreglunni í Tyrklandi. Hann hafði verið handtekinn þar, grunaður um að hafa barist með Íslamska ríkinu í Sýrlandi, og sendur til Belgíu. Nú er einnig komið í ljós að Najim Laachraoui hafi ekki horfið af vettvangi árásarinnar á flugvellinum á þriðjudag, eins og yfirvöld héldu fram í fyrstu, heldur hafi hann sprengt sig þar ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum. gudsteinn@frettabladid.isSjálfsvígsárásarmennirnir á flugvellinum í Brussel á þriðjudag. Sá ljósklæddi með húfuna hefur ekki verið nafngreindur, en skildi sprengju sína eftir og komst undan. Hinir tveir sprengdu sig.Nordicphotos/AFP
Hryðjuverk í Brussel Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25 Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16 Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25
Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16
Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50