Handtökur eftir að ráðist var að minningarathöfn í Brussel Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. mars 2016 19:45 Lögreglan í Brussel handtók tíu manns þegar öfgasinnar réðust inn á Place de la Bourse torgið í dag, þar sem fjöldi fólks hafði safnast saman til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna á þriðjudag. Um tvö hundruð þjóðernissinnar, margir svartklæddir og með grímur, réðust inn á torgið þar sem fjöldi fólks var saman komin og hrópuðu slagorð gegn innflytjendum og köstuðu reyksprengjum. Réðust öfgasinnarnir að múslimum sem komið höfðu á torgið til taka þátt í minningarathöfn um þá sem létust í hryðjuverkaárásunum, kölluðu þá öllum illum nöfnum og sögðu þeim að hypja sig. Óeirðarlögregla greip til aðgerða og sprautaði vatni á öfgasinnanna. Tíu voru handteknir en óttast er að árásirnar verði sem olía á eld útlendingahaturs í landinu. Ítalska lögreglan handtók í gærkvöld alsírskan karlmann, Djamal Eddine Ouali, sem talið er að tengist hryðjuverkaárásunum í Brussel í síðustu viku og í París í nóvember í fyrra. Er hann grunaður um að hafa útbúið fölsuð skilríki fyrir árásarmennina en mynd af öðrum hryðjuverkamanninum sem sprengdi sig á Zaventem flugvelli í síðustu viku fannst heima hjá honum. Verður Ouali líklega framseldur til Belgíu á næstu dögum en ítalska lögreglan kannar nú hvernig hann kom til landsins. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Viðbúnaður eftir að öryggisvörður í kjarnorkuveri fannst myrtur Tihange orkuverið er staðsett um hundrað kílómetra suðaustur af Brussel. 26. mars 2016 12:54 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Lögreglan í Brussel handtók tíu manns þegar öfgasinnar réðust inn á Place de la Bourse torgið í dag, þar sem fjöldi fólks hafði safnast saman til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna á þriðjudag. Um tvö hundruð þjóðernissinnar, margir svartklæddir og með grímur, réðust inn á torgið þar sem fjöldi fólks var saman komin og hrópuðu slagorð gegn innflytjendum og köstuðu reyksprengjum. Réðust öfgasinnarnir að múslimum sem komið höfðu á torgið til taka þátt í minningarathöfn um þá sem létust í hryðjuverkaárásunum, kölluðu þá öllum illum nöfnum og sögðu þeim að hypja sig. Óeirðarlögregla greip til aðgerða og sprautaði vatni á öfgasinnanna. Tíu voru handteknir en óttast er að árásirnar verði sem olía á eld útlendingahaturs í landinu. Ítalska lögreglan handtók í gærkvöld alsírskan karlmann, Djamal Eddine Ouali, sem talið er að tengist hryðjuverkaárásunum í Brussel í síðustu viku og í París í nóvember í fyrra. Er hann grunaður um að hafa útbúið fölsuð skilríki fyrir árásarmennina en mynd af öðrum hryðjuverkamanninum sem sprengdi sig á Zaventem flugvelli í síðustu viku fannst heima hjá honum. Verður Ouali líklega framseldur til Belgíu á næstu dögum en ítalska lögreglan kannar nú hvernig hann kom til landsins.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Viðbúnaður eftir að öryggisvörður í kjarnorkuveri fannst myrtur Tihange orkuverið er staðsett um hundrað kílómetra suðaustur af Brussel. 26. mars 2016 12:54 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Viðbúnaður eftir að öryggisvörður í kjarnorkuveri fannst myrtur Tihange orkuverið er staðsett um hundrað kílómetra suðaustur af Brussel. 26. mars 2016 12:54
Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36