Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Geir Sveinsson var síðast þjálfari Magdeburg í Þýskalandi og hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið. Fréttablaðið/getty Þrátt fyrir að Ísland spili landsleik í handbolta á sunnudaginn hefur eftirmaður Arons Kristjánssonar, sem hætti eftir slæmt gengi strákanna okkar á EM í Póllandi, ekki verið fundinn. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum þétt að sér eins og áður hefur komið fram og gerir það enn. Hann vildi ekkert segja þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær, hvort HSÍ ætti í viðræðum við einn þjálfara eða fleiri, íslenskan eða erlendan. „Þetta skýrist mjög fljótlega,“ sagði Guðmundur sem heldur enn í vonina um að nýr þjálfari muni stýra íslenska landsliðinu í Ósló á sunnudag en Ísland mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 3. og 5. apríl. Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði „Ég vona að nýr þjálfari verði á hliðarlínunni í Noregi en get þó ekkert fullyrt um það. Það var alltaf áætlunin að klára þessi mál fyrir leikina í Noregi og það stendur enn til,“ bætti formaðurinn við en leit hans að nýjum þjálfara hefur staðið yfir síðan Aron steig til hliðar þann 22. janúar. Landsliðið mun halda hópinn áfram út vikuna eftir síðari leikinn gegn Noregi og undirbúa mikilvæga landsleiki gegn Portúgal í júní í undankeppni HM 2017 í Frakklandi. Leikirnir fara fram 12. og 16. júní og ræðst þá hvort Ísland verði með í sinni átjándu heimsmeistarakeppni eða missi af sinni fyrstu keppni síðan 2009. Sjá einnig: Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Geir Sveinsson þykir samkvæmt óstaðfestum heimildum Fréttablaðsins helst koma til greina sem nýr landsliðsþjálfari en hann hefur ekki viljað veita viðtal um málið þegar eftir því hefur verið leitað. Kristján Arason er einnig orðaður við starfið, sem og Óskar Bjarni Óskarsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hafnaði hinn sænski Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg í Þýskalandi, starfstilboði HSÍ fyrr í vetur. Handbolti Tengdar fréttir Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08 Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland spili landsleik í handbolta á sunnudaginn hefur eftirmaður Arons Kristjánssonar, sem hætti eftir slæmt gengi strákanna okkar á EM í Póllandi, ekki verið fundinn. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum þétt að sér eins og áður hefur komið fram og gerir það enn. Hann vildi ekkert segja þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær, hvort HSÍ ætti í viðræðum við einn þjálfara eða fleiri, íslenskan eða erlendan. „Þetta skýrist mjög fljótlega,“ sagði Guðmundur sem heldur enn í vonina um að nýr þjálfari muni stýra íslenska landsliðinu í Ósló á sunnudag en Ísland mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 3. og 5. apríl. Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði „Ég vona að nýr þjálfari verði á hliðarlínunni í Noregi en get þó ekkert fullyrt um það. Það var alltaf áætlunin að klára þessi mál fyrir leikina í Noregi og það stendur enn til,“ bætti formaðurinn við en leit hans að nýjum þjálfara hefur staðið yfir síðan Aron steig til hliðar þann 22. janúar. Landsliðið mun halda hópinn áfram út vikuna eftir síðari leikinn gegn Noregi og undirbúa mikilvæga landsleiki gegn Portúgal í júní í undankeppni HM 2017 í Frakklandi. Leikirnir fara fram 12. og 16. júní og ræðst þá hvort Ísland verði með í sinni átjándu heimsmeistarakeppni eða missi af sinni fyrstu keppni síðan 2009. Sjá einnig: Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Geir Sveinsson þykir samkvæmt óstaðfestum heimildum Fréttablaðsins helst koma til greina sem nýr landsliðsþjálfari en hann hefur ekki viljað veita viðtal um málið þegar eftir því hefur verið leitað. Kristján Arason er einnig orðaður við starfið, sem og Óskar Bjarni Óskarsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hafnaði hinn sænski Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg í Þýskalandi, starfstilboði HSÍ fyrr í vetur.
Handbolti Tengdar fréttir Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08 Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08
Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30
Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00