Kobe Bryant heitir því að spila alla leikina sem eru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2016 22:15 Kobe Bryant. Vísir/Getty Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira
Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira