Kobe Bryant heitir því að spila alla leikina sem eru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2016 22:15 Kobe Bryant. Vísir/Getty Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira